250 g Digestive kexkökur
150 g smjör
2 tsk sykur
50 g súkkulaði
Fylling:
2 krukkur Dulce de leche (ca. 500 - 600 g samanlagt. Sósan fæst meðal annars í Hagkaup)
2 bananar
200 ml rjómi
1 tsk vanillusykur
50 g súkkulaði
Aðferð:
- Setjið kex, smjör, sykur og súkkulaði í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í hringlaga form helst lausbotna og þrýstið kexblöndunni í formið og upp með hliðum á forminu.
- Kælið botninn í hálftíma áður en þið setjið fyllinguna í hann.
- Fyllið botninn með karamellunni, skerið banana í sneiðar og raðið þeim yfir karamelluna. Þeytið rjóma með smá vanillusykri og dreifið yfir pæið.
- Saxið dökkt súkkulaði og sáldrið yfir. Kælið pæið mjög vel áður en þið berið það fram.