Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2015 17:11 Veiðisumarið er að lokum komið í flestum ánum og það verður ekki annað sagt en að frábært sumar sé að baki. Miðfjarðará hefur skilað sínum síðasta laxi á land í sumar og er lokatalan í ánni 6.028 laxar á 10 stangir sem gerir rétt um 603 laxa á stöngina í sumar. Áin toppar aðrar sjálfbærar ár og næsta á, sem einnig átti frábært ár, er Blanda með 4.829 laxa á land í sumar en þar er veitt á 14 stangir og það munar um 1.200 löxum á heildarveiðinni úr þessum tveim ám. Veiðin í Miðfjarðará var á tíðum svo ótrúleg í sumar að menn ætluðu varla að trúa þessum tölum en vikurnar voru að slaga í 500-700 laxa. Vikan 8-15. júlí gaf til að mynda 348 laxa en það þykir mjóg góð veiði á topptíma í ánni en þessi vika er engu að síður á mörkunum því besti tíminn er yfirleitt um lok júlí og inní ágúst. Áin braut allar spár og sýndi í raun að við vitum í raun lítið um það hvernig komandi sumur verða. Það eina sem hægt er að sjá er seiðabúskapurinn í ánum og ef hann er góður og árnar skila góðu seiðum til sjávar er það árið eða árin tvö sem laxinn dvelur í sjónum sem er ennþá ráðgáta. Veiðimenn geta alla vonað eftir góðu sumri á næsta ári en heilt yfir vestur og norðurland virðist seiðabúskapur hafa verið með ágætum. Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði
Veiðisumarið er að lokum komið í flestum ánum og það verður ekki annað sagt en að frábært sumar sé að baki. Miðfjarðará hefur skilað sínum síðasta laxi á land í sumar og er lokatalan í ánni 6.028 laxar á 10 stangir sem gerir rétt um 603 laxa á stöngina í sumar. Áin toppar aðrar sjálfbærar ár og næsta á, sem einnig átti frábært ár, er Blanda með 4.829 laxa á land í sumar en þar er veitt á 14 stangir og það munar um 1.200 löxum á heildarveiðinni úr þessum tveim ám. Veiðin í Miðfjarðará var á tíðum svo ótrúleg í sumar að menn ætluðu varla að trúa þessum tölum en vikurnar voru að slaga í 500-700 laxa. Vikan 8-15. júlí gaf til að mynda 348 laxa en það þykir mjóg góð veiði á topptíma í ánni en þessi vika er engu að síður á mörkunum því besti tíminn er yfirleitt um lok júlí og inní ágúst. Áin braut allar spár og sýndi í raun að við vitum í raun lítið um það hvernig komandi sumur verða. Það eina sem hægt er að sjá er seiðabúskapurinn í ánum og ef hann er góður og árnar skila góðu seiðum til sjávar er það árið eða árin tvö sem laxinn dvelur í sjónum sem er ennþá ráðgáta. Veiðimenn geta alla vonað eftir góðu sumri á næsta ári en heilt yfir vestur og norðurland virðist seiðabúskapur hafa verið með ágætum.
Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði