Lítið að gerast í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2015 08:35 Stórlax sem veiddist í fyrra úr Kóngsbakka í Stóru Laxá. Ekkert hefur bólað á stóru haustgöngunum sem mæta venjulega í byrjun september í Stóru Laxá með tilheyrandi aflahrotu. Það eru margir veiðimenn sem gera hreinlega út á að mæta í ánna á þessum tíma þegar mokveiðist af stórum og flottum haustlaxi. Veiðin hefur oft verið ævintýraleg og dæmi um veiðimenn sem fékk 28 laxa á einum degi í september árið 2013 og þar af voru níu laxar milli 95 og 100 sm langir. Svona sögur hafa ekki komið úr Stóru Laxá í haust og virðast haustgöngurnar annað hvort hafa brugðist eða þær hreinlega ekki komnar ennþá en það þarf góðann slurk af úrhellisrigningu til að hækka vatnið í ánni sem er orðið heldur lágt. Heildarveiðin í sumar er 362 samkvæmt tölum á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga sem er aðeins yfir meðalveiði árana 1974-2008 en á þessum árum er meðalveiðin 313 laxar sem er ekkert há tala á 10 stangir. Besta veiðin var árið 2013 þegar 1776 löxum var landað. Meira að segja á slöku ári eins og í fyrra veiddist vel í henni en þá komu 882 laxar á land. Mest lesið Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði
Ekkert hefur bólað á stóru haustgöngunum sem mæta venjulega í byrjun september í Stóru Laxá með tilheyrandi aflahrotu. Það eru margir veiðimenn sem gera hreinlega út á að mæta í ánna á þessum tíma þegar mokveiðist af stórum og flottum haustlaxi. Veiðin hefur oft verið ævintýraleg og dæmi um veiðimenn sem fékk 28 laxa á einum degi í september árið 2013 og þar af voru níu laxar milli 95 og 100 sm langir. Svona sögur hafa ekki komið úr Stóru Laxá í haust og virðast haustgöngurnar annað hvort hafa brugðist eða þær hreinlega ekki komnar ennþá en það þarf góðann slurk af úrhellisrigningu til að hækka vatnið í ánni sem er orðið heldur lágt. Heildarveiðin í sumar er 362 samkvæmt tölum á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga sem er aðeins yfir meðalveiði árana 1974-2008 en á þessum árum er meðalveiðin 313 laxar sem er ekkert há tala á 10 stangir. Besta veiðin var árið 2013 þegar 1776 löxum var landað. Meira að segja á slöku ári eins og í fyrra veiddist vel í henni en þá komu 882 laxar á land.
Mest lesið Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði