Illa útfærð barátta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. september 2015 07:00 Borgarstjórn Reykjavíkur vakti vægast sagt mikla athygli í síðustu viku með kveðjugjöf sinni til Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þegar ákveðið var að samþykkja viðskiptabann á Ísrael af hálfu borgarinnar. Samþykktin var að sögn gerð í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum en sá hængur var á að borgarfulltrúarnir vissu í raun ekkert hvað þeir voru að gera og höfðu ekki hugmynd um hvaða vörur ætti að sniðganga eftir samþykktina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og félagar hans í meirihluta borgarstjórnar hafa séð að sér og hyggjast breyta tillögunni. Með hvaða hætti henni verður breytt liggur þó ekki ljóst fyrir en gera má ráð fyrir að tekið verði skýrt fram að aðeins verði um að ræða vörur frá hernumdum svæðum, sem að sögn Dags var ætlunin frá upphafi. Helgarblað Fréttablaðsins greindi frá því að íslenska ríkið væri með 29 virkar viðskiptaþvinganir gagnvart öðrum ríkjum. Íslensk stjórnvöld beita slíkum meðölum í samstarfi við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en slíkar þvinganir er skylt að innleiða vegna aðildar okkar að samtökunum. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða -ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Meðal fylgifiska þessara ákvarðana eru töpuð viðskipti og erfið alþjóðasamskipti. Viðskiptabann Reykjavíkurborgar vakti upp hörð viðbrögð, bæði innan lands sem utan. Ferðir til landsins hafa verið afbókaðar og íslenskir vöruútflytjendur hafa tapað viðskiptum víðs vegar vegna samþykktarinnar. Það er miður. En Reykjavíkurborg er ekki eina sveitarstjórnin í heimi sem hefur viljað fara þessa leið, þó hún hafi líklegast staðið sig verst í að útfæra leiðina. Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Í því samhengi megum við ekki gleyma að ekki er nema rúmt ár síðan upp blossaði ófriður milli Ísraela og Palestínumanna, enn eina ferðina. Þúsundir Palestínumanna voru felldir af Ísraelsher, þar á meðal fjöldi barna og kvenna; óbreyttir borgarar að stærstum hluta. Á þeim tíma var krafan skýr. Að Ísraelsher hætti árásum á Gasa-svæðið, léti af grófum mannréttindabrotum gagnvart Palestínumönnum og færi að alþjóðalögum. Krafan á hinn veginn var jafn skýr; að Hamas-liðar hættu árásum á Ísrael. Íslendingum, sem og stærstum hluta heimsbyggðarinnar, ofbauð þessi hernaður þar sem fórnarlömbin, líkt og jafnan í stríðsrekstri, voru og eru að stærstum hluta þeir sem ekkert hafa með stríðsreksturinn að gera. Það er augljóslega út í hött að gefa borgarfulltrúum sem láta af störfum kveðjugjöf í formi viðskiptabanns á annað ríki og enn þá verra þegar slík tillaga er eins vanhugsuð og raun ber vitni. En sú stefna, að lágmarka viðskipti við lönd sem brjóta gegn mannréttinda- og alþjóðalögum, hvort sem um ræðir ríki, sveitarfélög eða stofnanir, er hins vegar ekki fráleit. Það er eðlilegur hluti í baráttu fyrir friði og mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Borgarstjórn Reykjavíkur vakti vægast sagt mikla athygli í síðustu viku með kveðjugjöf sinni til Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þegar ákveðið var að samþykkja viðskiptabann á Ísrael af hálfu borgarinnar. Samþykktin var að sögn gerð í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum en sá hængur var á að borgarfulltrúarnir vissu í raun ekkert hvað þeir voru að gera og höfðu ekki hugmynd um hvaða vörur ætti að sniðganga eftir samþykktina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og félagar hans í meirihluta borgarstjórnar hafa séð að sér og hyggjast breyta tillögunni. Með hvaða hætti henni verður breytt liggur þó ekki ljóst fyrir en gera má ráð fyrir að tekið verði skýrt fram að aðeins verði um að ræða vörur frá hernumdum svæðum, sem að sögn Dags var ætlunin frá upphafi. Helgarblað Fréttablaðsins greindi frá því að íslenska ríkið væri með 29 virkar viðskiptaþvinganir gagnvart öðrum ríkjum. Íslensk stjórnvöld beita slíkum meðölum í samstarfi við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en slíkar þvinganir er skylt að innleiða vegna aðildar okkar að samtökunum. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða -ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Meðal fylgifiska þessara ákvarðana eru töpuð viðskipti og erfið alþjóðasamskipti. Viðskiptabann Reykjavíkurborgar vakti upp hörð viðbrögð, bæði innan lands sem utan. Ferðir til landsins hafa verið afbókaðar og íslenskir vöruútflytjendur hafa tapað viðskiptum víðs vegar vegna samþykktarinnar. Það er miður. En Reykjavíkurborg er ekki eina sveitarstjórnin í heimi sem hefur viljað fara þessa leið, þó hún hafi líklegast staðið sig verst í að útfæra leiðina. Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Í því samhengi megum við ekki gleyma að ekki er nema rúmt ár síðan upp blossaði ófriður milli Ísraela og Palestínumanna, enn eina ferðina. Þúsundir Palestínumanna voru felldir af Ísraelsher, þar á meðal fjöldi barna og kvenna; óbreyttir borgarar að stærstum hluta. Á þeim tíma var krafan skýr. Að Ísraelsher hætti árásum á Gasa-svæðið, léti af grófum mannréttindabrotum gagnvart Palestínumönnum og færi að alþjóðalögum. Krafan á hinn veginn var jafn skýr; að Hamas-liðar hættu árásum á Ísrael. Íslendingum, sem og stærstum hluta heimsbyggðarinnar, ofbauð þessi hernaður þar sem fórnarlömbin, líkt og jafnan í stríðsrekstri, voru og eru að stærstum hluta þeir sem ekkert hafa með stríðsreksturinn að gera. Það er augljóslega út í hött að gefa borgarfulltrúum sem láta af störfum kveðjugjöf í formi viðskiptabanns á annað ríki og enn þá verra þegar slík tillaga er eins vanhugsuð og raun ber vitni. En sú stefna, að lágmarka viðskipti við lönd sem brjóta gegn mannréttinda- og alþjóðalögum, hvort sem um ræðir ríki, sveitarfélög eða stofnanir, er hins vegar ekki fráleit. Það er eðlilegur hluti í baráttu fyrir friði og mannréttindum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun