Kampavínið áfram í kæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 07:00 Heimir Guðjónsson svekktur eftir annað mark Breiðabliks. vísir/anton Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00