Handbolti

Fyrsti sigur Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/vilhelm
Haukar eru komnir á blað í Olís-deild kvenna eftir 11 marka sigur, 33-22, á nýliðum Fjölnis í kvöld.

María Karlsdóttir var markahæst í liði Hauka með átta mörk en hún kom til Hafnarfjarðarliðsins frá Fram fyrir tímabilið.

Ramune Pekarskyte, sem sneri aftur til Hauka í sumar eftir nokkura ára dvöl í atvinnumennsku erlendis, kom næst með sex mörk en Haukar leiddu með átta mörkum í hálfleik, 18-10.

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði helming marka Fjölnis, eða 11 mörk. Grafarvogsliðið er með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið vann HK í 1. umferðinni.

Mörk Hauka:

María Karlsdóttir 8, Ramune Pekarskyte 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Vilborg Pétursdóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 2, Ragn­heiður Sveinsdóttir 2, Anna Liian Þrastardóttir 1, Natalia Ægisdóttir 1.

Mörk Fjölnis:

Díana Kristín Sigmarsdóttir 11, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 2, Andrea Dögg Harðardóttir 1, Diljá Baldursdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×