Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. september 2015 19:23 Bjarni er undir pressu eftir slakt gengi að undanförnu. vísir/anton „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir 0-3 tap sinna manna fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir 0-3 tap sinna manna fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti