Íslenskt köntrí slær í gegn á heimsvísu Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2015 14:20 Axel Ó segir viðtökurnar við fyrsta lagi sem hljómsveitin sendir frá sér með ólíkindum góðar. visir/jakob „Við erum í rotation spilun á showi sem heitir The Iceman Show en þetta er DJ sem spilar bara ósamningsbunda Country Aritista. Hann er með show sem er endurspilað á 2500 affilitate stöðvum og heyrist í 139 löndum,“ segir forsprakki hljómsveitarinnar Axel Ó og co: Sjálfur Axel Ómarsson. Hann er fjallbrattur og má vera það. Hann segir fólk ekki gera sér nokkra grein fyrir hinni gígantísku dreifingu sem lagið er að fá.Vísir fjallaði í sumar, með óbeinum hætti, um íslenska köntríhljómsveit sem þá var nýlega tekin til starfa. Blaðamaður fór á hestbak með Axeli og Magnúsi Kjartanssyni og þeir upplýstu hann þá um að þeir stefndu ótrauðir á hinn risavaxna Country & Western tónlistarmarkað. Jájá, meikdraumarnir eru ágætir fyrir sinn kúrekahatt en fæstir þeirra rætast. Þessi virðist hins vegar á góðri leið með að gera það.Hinn íslenski Country Man flengist um heim allanLagið Country Man komst nú á föstudaginn í 1. sæti á Top 40 Countdown lista á útvarpsstöðinni Spectrum Radio Petts Wood (Suður London) með Micky Spectrum. Stöðin sérhæfir sig í sjálfstæðum eða óútgefnum tónlistarmönnum alls staðar að úr heiminum. Stöðin starfar einnig náið með fremstu „Country“ stöðvum sem spila nýja „Independent“ Country tónlist. Axel þylur upp nokkrar þeirra útvarpsstöðva sem eru með lagið hans Country Man í spilun víðsvegar um heim: The Iceman show og A day to Nashville í USA, An Hour of Country í Ástralíu, www.RadioNashvilleInternational.com í Hollandi, Norsk Country Radio og Countrykanalen í Svíþjóð svo einhverjir séu nefndir.Axel og Maggi Kjartans: Þangað stefnum við, á toppinn.visir/jakob„Sömu artistar og eru fyrir neðan okkur á UK listanum eru á Top 10 listum í Texas! Ég er bara ekki búinn að senda lagið þangað,“ segir Axel. Og heldur áfram: „Það er gaman að segja frá því að við vorum allir í stúdíí í gær að taka upp næstu 4 lög með bandinu og vorum að hlusta á London Countdown þáttinn, þá hringi þáttarstjórnandinn i mig og tók viðtal við mig í tilefni að við vorum í fyrsta sæti.“Valinn maður í hverju rúmi Í hljómsveitinni Axel Ó og co er valinn maður í hverju rúmi, auk Axels sem syngur og spilar á kassagítar; Magnús Kjartansson á píanó, Sigurgeir Sigmundsson á gítara og pedal steel, Jóhann Ásmundsson á bassa og Sigfús Óttarsson á trommur.„Við erum að taka upp lög og vinna í sarpinn fyrir plötuna. Svo erum við að plana stórt Country Ball núna í Október.“ Hinar góðu viðtökur munu, ef af líkum lætur, opna ýmsar dyr, bæði þá hvað varðar útgáfu og tónleikahald en þetta er svo nýlega til komið að ótímabært er að segja til um hvert þessi velgengni leiðir. Hér má hlusta á lagið Country Man. Tónlist Tengdar fréttir Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum í rotation spilun á showi sem heitir The Iceman Show en þetta er DJ sem spilar bara ósamningsbunda Country Aritista. Hann er með show sem er endurspilað á 2500 affilitate stöðvum og heyrist í 139 löndum,“ segir forsprakki hljómsveitarinnar Axel Ó og co: Sjálfur Axel Ómarsson. Hann er fjallbrattur og má vera það. Hann segir fólk ekki gera sér nokkra grein fyrir hinni gígantísku dreifingu sem lagið er að fá.Vísir fjallaði í sumar, með óbeinum hætti, um íslenska köntríhljómsveit sem þá var nýlega tekin til starfa. Blaðamaður fór á hestbak með Axeli og Magnúsi Kjartanssyni og þeir upplýstu hann þá um að þeir stefndu ótrauðir á hinn risavaxna Country & Western tónlistarmarkað. Jájá, meikdraumarnir eru ágætir fyrir sinn kúrekahatt en fæstir þeirra rætast. Þessi virðist hins vegar á góðri leið með að gera það.Hinn íslenski Country Man flengist um heim allanLagið Country Man komst nú á föstudaginn í 1. sæti á Top 40 Countdown lista á útvarpsstöðinni Spectrum Radio Petts Wood (Suður London) með Micky Spectrum. Stöðin sérhæfir sig í sjálfstæðum eða óútgefnum tónlistarmönnum alls staðar að úr heiminum. Stöðin starfar einnig náið með fremstu „Country“ stöðvum sem spila nýja „Independent“ Country tónlist. Axel þylur upp nokkrar þeirra útvarpsstöðva sem eru með lagið hans Country Man í spilun víðsvegar um heim: The Iceman show og A day to Nashville í USA, An Hour of Country í Ástralíu, www.RadioNashvilleInternational.com í Hollandi, Norsk Country Radio og Countrykanalen í Svíþjóð svo einhverjir séu nefndir.Axel og Maggi Kjartans: Þangað stefnum við, á toppinn.visir/jakob„Sömu artistar og eru fyrir neðan okkur á UK listanum eru á Top 10 listum í Texas! Ég er bara ekki búinn að senda lagið þangað,“ segir Axel. Og heldur áfram: „Það er gaman að segja frá því að við vorum allir í stúdíí í gær að taka upp næstu 4 lög með bandinu og vorum að hlusta á London Countdown þáttinn, þá hringi þáttarstjórnandinn i mig og tók viðtal við mig í tilefni að við vorum í fyrsta sæti.“Valinn maður í hverju rúmi Í hljómsveitinni Axel Ó og co er valinn maður í hverju rúmi, auk Axels sem syngur og spilar á kassagítar; Magnús Kjartansson á píanó, Sigurgeir Sigmundsson á gítara og pedal steel, Jóhann Ásmundsson á bassa og Sigfús Óttarsson á trommur.„Við erum að taka upp lög og vinna í sarpinn fyrir plötuna. Svo erum við að plana stórt Country Ball núna í Október.“ Hinar góðu viðtökur munu, ef af líkum lætur, opna ýmsar dyr, bæði þá hvað varðar útgáfu og tónleikahald en þetta er svo nýlega til komið að ótímabært er að segja til um hvert þessi velgengni leiðir. Hér má hlusta á lagið Country Man.
Tónlist Tengdar fréttir Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. 30. júlí 2015 09:00