Íslenski boltinn

Skosk og þýsk lið sýna Oliver áhuga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oliver Sigurjónsson í stórleik gegn FH í sumar.
Oliver Sigurjónsson í stórleik gegn FH í sumar. vísir/andri marinó
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var í gær kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins af Fótbolti.net.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa félög frá Skotlandi og félög úr næst efstu deild Þýskalands sýnt Oliver áhuga sem og lið á Norðurlöndum.

Þessi varnarsinnaði miðjumaður er ein af ástæðum þess að Breiðablik hefur aðeins fengið á sig þrettán mörk í allt sumar.

Hann var meiddur í fyrstu tveimur leikjum mótsins en spilaði svo 18 leiki í röð frá 3. umferð til 20. umferð en var í banni gegn ÍBV um síðustu helgi.

Breiðablik fékk á sig þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar en fékk svo aðeins á sig tíu mörk í 18 leikjum með Oliver í liðinu. Oliver kom heim úr atvinnumennsku á síðasta tímabili, en hann fór ungur út til AGF í Danmörku.

Hann á að baki 22 leiki fyrir U17 ára landslið Íslands og 19 leiki fyrir U19 ára landsliðið. Oliver er nú fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands sem er á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×