Guðjón Pétur Lýðsson er á förum frá Breiðabliki en hann og knattspyrnudeild félagsins hafa ákveðið að nú skilji leiðir og leikmannasamningur Guðjóns verður ekki framlengdur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni og Breiðabliki.
Eins og fram kom í samtali við Vísi fyrr í vikunni var Guðjón ósáttur við hlutskipti sitt hjá Blikum í sumar. Hann spilaði þrátt fyrir það 20 af 22 deildarleikjum Breiðabliks, skoraði fjögur mörk og lagði upp sex til viðbótar. Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.
Guðjón lék í þrjú ár með Breiðabliki, alls 60 deildarleiki og skoraði í þeim 17 mörk. Auk Breiðabliks hefur Guðjón leikið með Haukum, Stjörnunni, Álftanesi og Val hér á landi. Þá lék hann um tíma með Helsingborg í Svíþjóð.
Í samtalinu við Vísi sagðist Guðjón stefna að því að leika erlendis á næsta tímabili: „Það hafa alltaf verið lið úti sem hafa sýnt manni áhuga en það er best að segja sem minnst um það á þessu stigi málsins. Þetta kemur bara í ljós. En ef ekkert verður af því þá heyrir maður í liðunum hér heima. Það er alveg ljóst að ef ég spila á Íslandi þá verður það með toppliði,“ sagði Guðjón.
Í fréttatilkynningunni þakkar hann knattspyrnudeild Breiðabliks, starfsfólki, sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum, þjálfurum og síðast en ekki síst leikmönnum fyrir frábæra tíma hjá félaginu.
Guðjón yfirgefur Breiðablik
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Ballið ekki búið hjá Breiðabliki
Fótbolti





Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti