Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 15:48 KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti