Golfarinn glæfralegi segist vera lofthræddur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 20:50 Golfhöggið hefur farið út um allan heim. Samsett/Sigurður Hauksson „Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“ Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“
Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00