Angling IQ komið út Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2015 17:41 Nú í morgunsárið var Angling iQ gefið út á Google Play og App Store og geta nú allir veiðimenn sem eru með Android eða iOS snjalltæki sótt appið. Angling iQ hefur verið í þróun undanfarið ár og í prófunum síðan 1. apríl og nú hefur appið loksins verið gefið út og er óhætt að segja að þetta app er svo sannarlega skemmtilegt að nota. Síðan það var gefið út hefur notendafjöldi rokið upp og þegar þetta er skrifað hefur notendafjöldinn aukist um 10% á örfáum klukkutímum og það er nokkuð víst að þegar næsta veiðitímabil hefst næsta vor á notendafjöldinn eftir að taka hressilegann kipp í viðbót. Ný síða var gefin út samhliða á www.anglingiq.com en þar er hægt að finna upplýsingar um appið og hlekki til að sækja á Google Play og App Store. “Við erum búnir að vinna að þessu á fullu í allt sumar og hópur af veiðimönnum hafa verið að prófa og láta okkur vita af villum og segja okkur hverju þeir myndu vilja breyta. Við erum búnir að vera með Facebook grúppur þar sem veiðimenn hafa getað sent okkur athugasemdir og svoleiðis og við viljum sérstaklega þakka öllum þeim sem tóku þátt í Alpha og Beta prófunum á appinu” sagði Stjáni Ben forsvarsmaður Angling IQ. “Við erum í skýjunum með móttökurnar hingað til og það er frábært að sjá hversu duglegir veiðimenn eru að setja inn myndir af fiskum, kommenta og setja like á myndir. Nú þegar er búið að skrá rúmlega 2.200 fiska, 310 veiðiferðir, tæplega 2.000 veiðistaði og um 1.300 beitur/flugur/spúna. Þess má einnig geta að það er búið að setja tæplega 19.000 like á myndir”. Við óskum Stjána til hamingju með þetta skemmtilega app og það verður gaman að sjá og fylgjast með veiðiferðum annara notenda næsta sumar. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Nú í morgunsárið var Angling iQ gefið út á Google Play og App Store og geta nú allir veiðimenn sem eru með Android eða iOS snjalltæki sótt appið. Angling iQ hefur verið í þróun undanfarið ár og í prófunum síðan 1. apríl og nú hefur appið loksins verið gefið út og er óhætt að segja að þetta app er svo sannarlega skemmtilegt að nota. Síðan það var gefið út hefur notendafjöldi rokið upp og þegar þetta er skrifað hefur notendafjöldinn aukist um 10% á örfáum klukkutímum og það er nokkuð víst að þegar næsta veiðitímabil hefst næsta vor á notendafjöldinn eftir að taka hressilegann kipp í viðbót. Ný síða var gefin út samhliða á www.anglingiq.com en þar er hægt að finna upplýsingar um appið og hlekki til að sækja á Google Play og App Store. “Við erum búnir að vinna að þessu á fullu í allt sumar og hópur af veiðimönnum hafa verið að prófa og láta okkur vita af villum og segja okkur hverju þeir myndu vilja breyta. Við erum búnir að vera með Facebook grúppur þar sem veiðimenn hafa getað sent okkur athugasemdir og svoleiðis og við viljum sérstaklega þakka öllum þeim sem tóku þátt í Alpha og Beta prófunum á appinu” sagði Stjáni Ben forsvarsmaður Angling IQ. “Við erum í skýjunum með móttökurnar hingað til og það er frábært að sjá hversu duglegir veiðimenn eru að setja inn myndir af fiskum, kommenta og setja like á myndir. Nú þegar er búið að skrá rúmlega 2.200 fiska, 310 veiðiferðir, tæplega 2.000 veiðistaði og um 1.300 beitur/flugur/spúna. Þess má einnig geta að það er búið að setja tæplega 19.000 like á myndir”. Við óskum Stjána til hamingju með þetta skemmtilega app og það verður gaman að sjá og fylgjast með veiðiferðum annara notenda næsta sumar.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði