Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 06:45 Kristinn fékk þrívegis níu í einkunn frá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. vísir/valli Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira