Góð tónlist, gott málefni og gott kvöld Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. október 2015 10:00 Úlfur Úlfur spila á tónleikunum í kvöld. „Mér finnst æðislegt hvað margir eru tilbúnir að gefa vinnu sína, fyrir þetta góða málefni,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima í sveitinni Úlfur Úlfur. Helgi stendur, ásamt öðrum, fyrir styrktartónleikum annað kvöld. „Allur ágóðinn rennur til sýrlenskra flóttamanna, í gegnum Rauða krossinn. Hluti upphæðarinnar sem safnast fer til flóttafólks á landamærum Sýrlands og Líbanons, en þar er ástandið slæmt. En ágóðinn mun einnig renna til þeirra flóttamanna sem koma hingað til lands. Nú er farið að styttast í að fyrstu þeirra komi hingað til lands.“ Þekktir listamenn munu koma fram á kvöldinu. Að sjálfsögðu fer Úlfur Úlfur á svið, en auk sveitarinnar munu Jón Jónsson, Milywhale, Axel Flóvent og Hinemoa troða upp. „Við byrjum klukkan átta og verðum þarna til ellefu. Þetta er kjörið fyrir fólk sem vill koma og hlusta á góða tónlist og leggja um leið góðu málefni lið. Það kostar bara þúsund krónur inn, en fólki er frjálst að borga meira. Ölgerðin mun svo selja Egils Gull á staðnum á fimm hundruð krónur og rennur salan óskipt til flóttamannanna.“ Fyrr um kvöldið verður umræða á vegum jafnréttisdaga, þar sem fjallað verður um stöðu flóttafólks á Íslandi. Þær umræður hefjast klukkan 18.45 og standa fram að tónleikum. „Við erum viss um að margir munu koma þarna á morgun. Ég get lofað góðri skemmtun, miklu fjöri og svo ætti öllum að líða vel að mæta og láta gott af sér leið á sama tíma,“ segir Helgi Sæmundur. Tónlist Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Mér finnst æðislegt hvað margir eru tilbúnir að gefa vinnu sína, fyrir þetta góða málefni,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima í sveitinni Úlfur Úlfur. Helgi stendur, ásamt öðrum, fyrir styrktartónleikum annað kvöld. „Allur ágóðinn rennur til sýrlenskra flóttamanna, í gegnum Rauða krossinn. Hluti upphæðarinnar sem safnast fer til flóttafólks á landamærum Sýrlands og Líbanons, en þar er ástandið slæmt. En ágóðinn mun einnig renna til þeirra flóttamanna sem koma hingað til lands. Nú er farið að styttast í að fyrstu þeirra komi hingað til lands.“ Þekktir listamenn munu koma fram á kvöldinu. Að sjálfsögðu fer Úlfur Úlfur á svið, en auk sveitarinnar munu Jón Jónsson, Milywhale, Axel Flóvent og Hinemoa troða upp. „Við byrjum klukkan átta og verðum þarna til ellefu. Þetta er kjörið fyrir fólk sem vill koma og hlusta á góða tónlist og leggja um leið góðu málefni lið. Það kostar bara þúsund krónur inn, en fólki er frjálst að borga meira. Ölgerðin mun svo selja Egils Gull á staðnum á fimm hundruð krónur og rennur salan óskipt til flóttamannanna.“ Fyrr um kvöldið verður umræða á vegum jafnréttisdaga, þar sem fjallað verður um stöðu flóttafólks á Íslandi. Þær umræður hefjast klukkan 18.45 og standa fram að tónleikum. „Við erum viss um að margir munu koma þarna á morgun. Ég get lofað góðri skemmtun, miklu fjöri og svo ætti öllum að líða vel að mæta og láta gott af sér leið á sama tíma,“ segir Helgi Sæmundur.
Tónlist Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira