Fyrirlestur Ingólfs: Ég er með geðsjúkdóm | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2015 20:55 Ingólfur þótti gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma. skjáskot Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira