Yfir 100 hundrað erlend mörk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2015 06:30 Patrick Pedersen með gullskó Adidas. mynd/adidas Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki