Grétar á leið frá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2015 18:27 Grétar verður ekki leikmaður KR á næsta tímabili. vísir/stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi varnarmannsins reynda. Grétar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu en þar segist hann ekki vera hættur í fótbolta. Grétar, sem er á 33. aldursári, er uppalinn hjá KR en lék með Sindra, Víkingi og Val áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2008. Síðan þá hefur hann leikið 157 deildarleiki með KR og skorað 16 mörk en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Vesturbæjarliðsins í efstu deild. Grétar varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Grétar lék 11 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.Færslu Grétars má lesa hér að neðan: Kæru vinir, Nú er komið að ákveðnum tímamótum á mínum fótboltaferli. KR hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningum okkar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem svona hlutir gerast hjá KR og mér, á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina. Ég er uppalinn KR-ingur og stór hluti af lífi mínu hefur snúist um félagið. Margar af bestu stundum lífs míns hef ég átt í KR. Árið 1999 var ég tekinn upp í meistarflokk KR. Þá fékk ég að njóta þeirra forréttinda að æfa og spila með öllum kempunum sem voru í liðinu á þeim tíma og hef ég unnið með frábærum þjálfurum eins og Willum Þór Þórssyni, Rúnari Kristinssyni og samstarfsmönnum þeirra og stjórnum knattspyrnudeildarinnar. Allir bikarmeistaratiltarnir voru magnaðir enda er alveg einstök tilfinning að vinna skemmtilegasta fótboltaleik á hverju ári. Íslands- og bikarmeistara titilarnir 2011 voru auðvitað magnaðir og leikmannahópurinn sem félagið hefur haft á að skipa frá 2008-2015 er í einu orði frábær. Fyrir mig persónulega stendur Íslandsmeistaratitillinn 2013 samt upp úr öllum ferlinum. Ég vona að ég hafi sett ákveðið fordæmi fyrir tímabilið 2013 með því að berjast fyrir sæti í liðnu þegar ákveðið hafði verið að setja mig til hliðar. Ég var ekkert að velta mér upp úr einhverju óréttlæti eða ósanngirni, horfa þess í stað inn á við. Skoða skjálfan mig og gerðir mínar og í kjölfar þess, leggja meira á mig og sanna mig á nýjan leik. Vissulega tók það sinn tíma en að lokum vildu þjálfararnir nýta mína krafta og tímabliði 2013 endaði sem eitt af mínum bestu tímabilum á ferlinum. Fyrir síðasta tímabil voru svipaðar aðstæður í gangi en á endanum náðum við saman, ég og stjórnendur KR og ég byrjaði af miklum krafti. Að vísu lenti ég í erfiðum meiðslum um áramótin og var að mestu frá fram í mars. Þá tók sinn tíma að koma sér í form. Engu að síður var nýlokin fótboltavertíð á margan hátt dálítíð skrítin fyrir mig persónuleg, en einnig mjög lærdómsrík. Í öllu því mótlæti sem ég hef lent í á ferlinum hingað til þá hef ég lært eitt og það er að hafa alltaf trú á sjálfum mér. Ég eyði ekki tíma mínum í að benda á aðra og kenna öðrum um. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Ég er bara þannig gerður að gefast aldrei upp. Ég legg einfaldlega meira á mig til að sanna fyrir þeim sem ekki hafa trú á mér hversu rangt þeir höfðu fyrir sér. Síst af öllu er ég hættur í fótbolta og ég mun áfram gera það sem ég geri best, og það er að leggja enn meira á mig og standa enn á ný uppi sem sigurvegari. Þessi pistill er að miklu leiti skrifaður sem hvatning fyrir sjálfan mig en einnig útskýring fyrir fjölskyldu og vinum. Við sjáum svo til hvað gerist næst. Með baráttukveðjum, Grétar Sigfinnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi varnarmannsins reynda. Grétar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu en þar segist hann ekki vera hættur í fótbolta. Grétar, sem er á 33. aldursári, er uppalinn hjá KR en lék með Sindra, Víkingi og Val áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2008. Síðan þá hefur hann leikið 157 deildarleiki með KR og skorað 16 mörk en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Vesturbæjarliðsins í efstu deild. Grétar varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Grétar lék 11 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.Færslu Grétars má lesa hér að neðan: Kæru vinir, Nú er komið að ákveðnum tímamótum á mínum fótboltaferli. KR hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningum okkar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem svona hlutir gerast hjá KR og mér, á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina. Ég er uppalinn KR-ingur og stór hluti af lífi mínu hefur snúist um félagið. Margar af bestu stundum lífs míns hef ég átt í KR. Árið 1999 var ég tekinn upp í meistarflokk KR. Þá fékk ég að njóta þeirra forréttinda að æfa og spila með öllum kempunum sem voru í liðinu á þeim tíma og hef ég unnið með frábærum þjálfurum eins og Willum Þór Þórssyni, Rúnari Kristinssyni og samstarfsmönnum þeirra og stjórnum knattspyrnudeildarinnar. Allir bikarmeistaratiltarnir voru magnaðir enda er alveg einstök tilfinning að vinna skemmtilegasta fótboltaleik á hverju ári. Íslands- og bikarmeistara titilarnir 2011 voru auðvitað magnaðir og leikmannahópurinn sem félagið hefur haft á að skipa frá 2008-2015 er í einu orði frábær. Fyrir mig persónulega stendur Íslandsmeistaratitillinn 2013 samt upp úr öllum ferlinum. Ég vona að ég hafi sett ákveðið fordæmi fyrir tímabilið 2013 með því að berjast fyrir sæti í liðnu þegar ákveðið hafði verið að setja mig til hliðar. Ég var ekkert að velta mér upp úr einhverju óréttlæti eða ósanngirni, horfa þess í stað inn á við. Skoða skjálfan mig og gerðir mínar og í kjölfar þess, leggja meira á mig og sanna mig á nýjan leik. Vissulega tók það sinn tíma en að lokum vildu þjálfararnir nýta mína krafta og tímabliði 2013 endaði sem eitt af mínum bestu tímabilum á ferlinum. Fyrir síðasta tímabil voru svipaðar aðstæður í gangi en á endanum náðum við saman, ég og stjórnendur KR og ég byrjaði af miklum krafti. Að vísu lenti ég í erfiðum meiðslum um áramótin og var að mestu frá fram í mars. Þá tók sinn tíma að koma sér í form. Engu að síður var nýlokin fótboltavertíð á margan hátt dálítíð skrítin fyrir mig persónuleg, en einnig mjög lærdómsrík. Í öllu því mótlæti sem ég hef lent í á ferlinum hingað til þá hef ég lært eitt og það er að hafa alltaf trú á sjálfum mér. Ég eyði ekki tíma mínum í að benda á aðra og kenna öðrum um. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Ég er bara þannig gerður að gefast aldrei upp. Ég legg einfaldlega meira á mig til að sanna fyrir þeim sem ekki hafa trú á mér hversu rangt þeir höfðu fyrir sér. Síst af öllu er ég hættur í fótbolta og ég mun áfram gera það sem ég geri best, og það er að leggja enn meira á mig og standa enn á ný uppi sem sigurvegari. Þessi pistill er að miklu leiti skrifaður sem hvatning fyrir sjálfan mig en einnig útskýring fyrir fjölskyldu og vinum. Við sjáum svo til hvað gerist næst. Með baráttukveðjum, Grétar Sigfinnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki