Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith
Stefán Árni Pálsson skrifar
Sam Smith er í aðalhlutverki í myndbandinu.
Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. Nú hefur glænýtt tónlistarmyndband verið gefið út en þar má sjá nokkur atriði úr myndinni sjálfri.
Bond-lagið er ávallt mjög vinsælt um allan heim og fá aðeins risa stjörnur á borð við Adele, Tina Turner og Sam Smith þann heiður að fara með lagið í hverri mynd.
Daniel Craig fer með hlutverk Bond í myndinni sem kemur út í nóvember. Hér að neðan má horfa á myndbandið við lagið.