Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komst í gegnum niðurskurðinn á Azores Ladies Open mótinu í Portúgal.
Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar sem er næst sterkasta atvinnukylfingamótaröð kvenna í Evrópu.
Ólafía náði sér ekki á strik í gær en hún lék fyrri níu holur dagsins á pari í dag. Hún fékk sannkallaða draumabyrjun á seinni níu holunum þegar hún krækti í tvo fugla á fyrstu þremur holunum en því fylgdu tveir skollar á næstu þremur holum.
Lék hún síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik á pari í dag en hún er í 15. sæti fyrir þriðja hring en aðeins 30 kylfingar komust í gegn um niðurskurðinn.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lék betur en Ólafía Þórunn í gær en náði sér ekki á strik í dag. Krækti hún í þrjá fugla á hringnum en tvo tvöfalda skolla og fjóra skolla og lauk leik í dag á sex höggum yfir pari og sjö höggum yfir pari í heildina.
Missti hún af niðurskurðinum en hún hefði þurft að vera á fimm höggum undir pari til þess að komast í gegn.
Ólafía lék á pari og komst í gegnum niðurskurðinn | Valdís úr leik
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn