Freyr og Davíð hættir með Leikni | "Fer stoltur frá verkefninu“ Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2015 16:22 Freyr Alexandersson. Vísir/ernir „Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
„Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00