Taka erlendir leikmenn alla skóna? | Gunnleifur getur náð tveimur metum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2015 06:00 Pedersen fagnar hér einu af mörkum sínum í sumar gegn Fjölni. Vísir/Vilhelm Pepsi-deild karla lýkur í dag með 22. umferðinni sem fer öll fram klukkan tvö. FH-ingar eru búnir að lyfta Íslandsmeistarabikarnum, Leiknir og Keflavík eru fallin úr deildinni og Breiðablik og KR hafa tryggt sér Evrópusætin. Í fyrra réðst þetta ekki fyrr en í uppbótartíma í lokaleik Íslandsmótsins en núna er allt klárt á toppi og botni deildarinnar þegar liðin spila sinn síðasta Pepsi-deildarleik á árinu 2015. Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. En hvað er annað undir í lokaleikjunum? Fréttablaðið fann til nokkur önnur met sem gætu fallið í kvöld. Þrír markahæstu leikmenn deildarinnar fá allir skó og svo gæti farið að enginn Íslendingur fái gull-, silfur- eða bronsskó í ár. Daninn Patrick Pedersen (13 mörk), Trínidadinn Jonathan Glenn (11 mörk) og Skotinn Steven Lennon (9 mörk) eru í efstu þremur sætunum fyrir lokaumferðina.Tekur Glenn silfurskóinn annað árið í röð?Vísir/AntonÚtlendingar aldrei náð þrennunni Gullskórinn var afhentur fyrst 1983 og frá 1985 hafa leikmenn fengið gull-, silfur- og bronsskó. Á þessum 32 árum hefur það aldrei gerst að enginn Íslendingur hafi fengið skó. Gary Martin (gull) og Jonathan Glenn (silfur) fengu skó í fyrra og var það í fyrsta sinn sem fleiri erlendir leikmenn en íslenskir fengu skó. Pedersen og Glenn keppa um gullskóinn en Glenn þarf að vinna upp tveggja marka forskot. Hann verður samt alltaf ofar en Pedersen þar sem hann hefur spilað færri mínútur. Vonir Íslendinga um að fá skó í ár liggja helst hjá þeim Garðari Gunnlaugssyni (ÍA) og Atla Guðnasyni (8 mörk) sem báðir hafa skorað átta mörk eða hjá þeim Þóri Guðjónssyni (Fjölni) og Atla Viðari Björnssyni (FH) sem hafa skorað sjö mörk en hafa spilað færri leiki (eða mínútur) en Steven Lennon. Garðar stendur best að vígi enda er hann bara einu marki á eftir Lennon og verður alltaf ofar en Skotinn á færri leikjum spiluðum.Gunnleifur hefur verið frábær í markinu í sumar.Vísir/antonNær Gunnleifur tveimur metum? Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, á möguleika á tveimur metum. Hann má fá á sig þrjú mörk og bæta samt metið yfir fæst mörkin fengin á sig á einu tímabili í tólf liða deild. FH-ingurinn Róbert Örn Óskarsson á metið en hann fékk aðeins á sig 17 mörk í fyrra. Gunnleifur hefur fengið á sig 13 mörk í sumar. Gunnleifur á líka möguleika á því að halda marki sínu hreinu í tólfta sinn en því hafa aðeins tveir markverðir náð í nútímafótbolta (frá 1977) eða Valsmaðurinn Sigurður Haraldsson (1978) og Framarinn Birkir Kristinsson (1988). Keflvíkingar eiga líka möguleika á því að bæta met í mörkum fengnum á sig en því meti verður seint fagnað. Keflavíkurliðið hefur þegar fengið á sig 59 mörk í sumar en ekkert félag hefur fengið á sig 60 mörk á einu tímabili í efstu deild. Keflavíkurliðið er þegar búið að jafna met Víkinga frá 1993.FH-ingar hafa skorað flest mörk í deildinni eða 45, meira en Leiknir og Keflavík til samans.Vísir/ÞórdísBara 2,82 mörk í leik Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. Liðin hafa aðeins skorað 355 mörk í fyrstu 126 leikjum mótsins sem gera 2,82 mörk að meðaltali í leik. Þetta er áttunda sumarið þar sem deildin er skipuð tólf liðum og hingað til hafa alltaf verið skorað þrjú mörk eða meira að meðaltali í leik. Leikmenn liðanna tólf þurfa að skora 41 mark í síðustu sex leikjum mótsins, 6,8 mörk að meðaltali í leik, ætli þeir sér að ná að halda í þessa hefð. Það bendir því allt til þess að meðalmarkaskorið lækki þriðja sumarið í röð og verði það lægsta í tæpan áratug. Síðast var skorað undir þremur mörkum að meðaltali sumarið 2007 (2,99 mörk í leik) sem var jafnframt síðasta tímabilið með tíu liða deild. Það hefur áður gerst að mikið hafi verið skorað í lokaumferðinni þegar lítið er undir í leikjunum. Gott dæmi um það er lokaumferðin árið 1995 þegar það voru skoruð 28 mörk í 5 leikjum eða 4,6 mörk að meðaltali í leik. Það voru líka skoruð 24 mörk í lokaumferðinni fyrir tveimur árum. Það þarf talsvert meira til í leikjum dagsins ef þetta á ekki að verða „leiðinlegasta“ tímabilið í níu ár. Leikir dagsins fara fram í Keflavík (Keflavík-Leiknir), í Vestmannaeyjum (ÍBV-ÍA), á nýja gervigrasinu á Hlíðarenda (Valur-Stjarnan), í Vesturbænum (KR-Víkingur), í Árbænum (Fylkir-FH) og í Grafarvogi (Fjölnir-Breiðablik) og þeir hefjast allir klukkan 14.00. Leikur Fjölnis og Breiðabliks verður í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Pepsi-deild karla lýkur í dag með 22. umferðinni sem fer öll fram klukkan tvö. FH-ingar eru búnir að lyfta Íslandsmeistarabikarnum, Leiknir og Keflavík eru fallin úr deildinni og Breiðablik og KR hafa tryggt sér Evrópusætin. Í fyrra réðst þetta ekki fyrr en í uppbótartíma í lokaleik Íslandsmótsins en núna er allt klárt á toppi og botni deildarinnar þegar liðin spila sinn síðasta Pepsi-deildarleik á árinu 2015. Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. En hvað er annað undir í lokaleikjunum? Fréttablaðið fann til nokkur önnur met sem gætu fallið í kvöld. Þrír markahæstu leikmenn deildarinnar fá allir skó og svo gæti farið að enginn Íslendingur fái gull-, silfur- eða bronsskó í ár. Daninn Patrick Pedersen (13 mörk), Trínidadinn Jonathan Glenn (11 mörk) og Skotinn Steven Lennon (9 mörk) eru í efstu þremur sætunum fyrir lokaumferðina.Tekur Glenn silfurskóinn annað árið í röð?Vísir/AntonÚtlendingar aldrei náð þrennunni Gullskórinn var afhentur fyrst 1983 og frá 1985 hafa leikmenn fengið gull-, silfur- og bronsskó. Á þessum 32 árum hefur það aldrei gerst að enginn Íslendingur hafi fengið skó. Gary Martin (gull) og Jonathan Glenn (silfur) fengu skó í fyrra og var það í fyrsta sinn sem fleiri erlendir leikmenn en íslenskir fengu skó. Pedersen og Glenn keppa um gullskóinn en Glenn þarf að vinna upp tveggja marka forskot. Hann verður samt alltaf ofar en Pedersen þar sem hann hefur spilað færri mínútur. Vonir Íslendinga um að fá skó í ár liggja helst hjá þeim Garðari Gunnlaugssyni (ÍA) og Atla Guðnasyni (8 mörk) sem báðir hafa skorað átta mörk eða hjá þeim Þóri Guðjónssyni (Fjölni) og Atla Viðari Björnssyni (FH) sem hafa skorað sjö mörk en hafa spilað færri leiki (eða mínútur) en Steven Lennon. Garðar stendur best að vígi enda er hann bara einu marki á eftir Lennon og verður alltaf ofar en Skotinn á færri leikjum spiluðum.Gunnleifur hefur verið frábær í markinu í sumar.Vísir/antonNær Gunnleifur tveimur metum? Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, á möguleika á tveimur metum. Hann má fá á sig þrjú mörk og bæta samt metið yfir fæst mörkin fengin á sig á einu tímabili í tólf liða deild. FH-ingurinn Róbert Örn Óskarsson á metið en hann fékk aðeins á sig 17 mörk í fyrra. Gunnleifur hefur fengið á sig 13 mörk í sumar. Gunnleifur á líka möguleika á því að halda marki sínu hreinu í tólfta sinn en því hafa aðeins tveir markverðir náð í nútímafótbolta (frá 1977) eða Valsmaðurinn Sigurður Haraldsson (1978) og Framarinn Birkir Kristinsson (1988). Keflvíkingar eiga líka möguleika á því að bæta met í mörkum fengnum á sig en því meti verður seint fagnað. Keflavíkurliðið hefur þegar fengið á sig 59 mörk í sumar en ekkert félag hefur fengið á sig 60 mörk á einu tímabili í efstu deild. Keflavíkurliðið er þegar búið að jafna met Víkinga frá 1993.FH-ingar hafa skorað flest mörk í deildinni eða 45, meira en Leiknir og Keflavík til samans.Vísir/ÞórdísBara 2,82 mörk í leik Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. Liðin hafa aðeins skorað 355 mörk í fyrstu 126 leikjum mótsins sem gera 2,82 mörk að meðaltali í leik. Þetta er áttunda sumarið þar sem deildin er skipuð tólf liðum og hingað til hafa alltaf verið skorað þrjú mörk eða meira að meðaltali í leik. Leikmenn liðanna tólf þurfa að skora 41 mark í síðustu sex leikjum mótsins, 6,8 mörk að meðaltali í leik, ætli þeir sér að ná að halda í þessa hefð. Það bendir því allt til þess að meðalmarkaskorið lækki þriðja sumarið í röð og verði það lægsta í tæpan áratug. Síðast var skorað undir þremur mörkum að meðaltali sumarið 2007 (2,99 mörk í leik) sem var jafnframt síðasta tímabilið með tíu liða deild. Það hefur áður gerst að mikið hafi verið skorað í lokaumferðinni þegar lítið er undir í leikjunum. Gott dæmi um það er lokaumferðin árið 1995 þegar það voru skoruð 28 mörk í 5 leikjum eða 4,6 mörk að meðaltali í leik. Það voru líka skoruð 24 mörk í lokaumferðinni fyrir tveimur árum. Það þarf talsvert meira til í leikjum dagsins ef þetta á ekki að verða „leiðinlegasta“ tímabilið í níu ár. Leikir dagsins fara fram í Keflavík (Keflavík-Leiknir), í Vestmannaeyjum (ÍBV-ÍA), á nýja gervigrasinu á Hlíðarenda (Valur-Stjarnan), í Vesturbænum (KR-Víkingur), í Árbænum (Fylkir-FH) og í Grafarvogi (Fjölnir-Breiðablik) og þeir hefjast allir klukkan 14.00. Leikur Fjölnis og Breiðabliks verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira