Margslunginn texti og miklar tilfinningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2015 10:15 Þorsteinn, Elma Lísa og Kristín búa sig undir frumsýningu með bros á vör. Vísir/Vilhelm Lokaæfing gerist í byrgi undir heimili hjóna sem þau Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann leika. „Það er karlmaðurinn sem hefur frumkvæði að því að fara niður í þetta heimasmíðaða byrgi til að æfa endalok heimsins, því í hans huga er það ekki spurning um hvort heimurinn farist, heldur hvenær,“ lýsir Þorsteinn. Elma Lísa tekur þar upp þráðinn. „Okkar áhersla er á samband þeirra hjónanna og hvernig þeim líður þegar þau eru búin að loka sig af. Í byrjun áttar konan sig ekki á því hvað maðurinn er búinn að koma henni út í, þetta er æfing og hún veit ekki hversu lengi þau munu dvelja þarna niðri.“ Þriðja hlutverk sýningarinnar er í höndum Kristínar Pétursdóttur sem er nýútskrifaður leikari. Hún leikur píanónemanda konunnar. „Þegar stúlkan kemur niður í byrgið verða viss hvörf í verkinu,“ segir Kristín og Elma Lísa bætir við: „Konan lítur svolítið á hana eins og dóttur sína og stúlkunni rennur til rifja að sjá konuna sem hún þekkir svo vel, í svona aðstæðum.“ Leikararnir eru sammála um að Lokaæfing sé margslungið verk og taki á flestum þáttum mannlegrar tilveru. Hver og einn áhorfandi geti jafnvel túlkað það á sinn hátt. Höfundurinn, Svava Jakobsdóttir hafi verið mikill brautryðjandi í jafnréttisbaráttu kvenna en þó vissulega sé fjallað um stöðu kynjanna í þessu verki þá sé fókusinn víður. „Þetta er leikrit um tilvist mannsins á jörðinni, hvernig hann hefur tapað tengslum við lífið, er hættur að treysta því og bara farinn að treysta á sjálfan sig til þess að lifa af. Það vekur hjá honum skorthugsun sem aftur veldur ofsóknarkennd,“ lýsir Þorsteinn. „Óttinn er grunnþemað í verkinu.“ Elma Lísa segir áhugavert að takast á við margslunginn texta verksins, mikil hvörf og stórar tilfinningar. Frumgerð af Lokaæfingu var sett upp fyrst árið 1983, síðan gerði Svava róttækar breytingar á því og sú útgáfa var frumsýnd í Kaupmannahöfn 1987 og hjá Leikfélagi Akureyrar sama ár. Það er sú leikgerð sem nú er unnið með og hún hefur aldrei verið sýnd í Reykjavík áður. En telja leikararnir hana eiga jafn mikið erindi nú og á níunda áratugnum? „Okkur finnst það já. Góð leikverk standast alltaf tímans tönn og hægt er að setja þau upp á öllum tímum,“ svarar Elma Lísa. Lokaæfing er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Höfundurinn, Svava Jakobsdóttir hefði orðið 85 ára þann 4. október og leikhópurinn Háaloftið stendur að frumsýningunni á afmælisdeginum. Leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir. Uppsetningin er hluti af lestrarhátíð Bókmenntaborgar sem í ár er tileinkuð Svövu og hennar verkum. Leikritið tekur um einn og hálfan tíma í flutningi og ekki er um neina pásu að ræða. „Við erum þess fullviss að áhorfendur gangi hugsandi út,“ segir Þorsteinn. „Í þessu verki eru svo margir þræðir.“ Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Lokaæfing gerist í byrgi undir heimili hjóna sem þau Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann leika. „Það er karlmaðurinn sem hefur frumkvæði að því að fara niður í þetta heimasmíðaða byrgi til að æfa endalok heimsins, því í hans huga er það ekki spurning um hvort heimurinn farist, heldur hvenær,“ lýsir Þorsteinn. Elma Lísa tekur þar upp þráðinn. „Okkar áhersla er á samband þeirra hjónanna og hvernig þeim líður þegar þau eru búin að loka sig af. Í byrjun áttar konan sig ekki á því hvað maðurinn er búinn að koma henni út í, þetta er æfing og hún veit ekki hversu lengi þau munu dvelja þarna niðri.“ Þriðja hlutverk sýningarinnar er í höndum Kristínar Pétursdóttur sem er nýútskrifaður leikari. Hún leikur píanónemanda konunnar. „Þegar stúlkan kemur niður í byrgið verða viss hvörf í verkinu,“ segir Kristín og Elma Lísa bætir við: „Konan lítur svolítið á hana eins og dóttur sína og stúlkunni rennur til rifja að sjá konuna sem hún þekkir svo vel, í svona aðstæðum.“ Leikararnir eru sammála um að Lokaæfing sé margslungið verk og taki á flestum þáttum mannlegrar tilveru. Hver og einn áhorfandi geti jafnvel túlkað það á sinn hátt. Höfundurinn, Svava Jakobsdóttir hafi verið mikill brautryðjandi í jafnréttisbaráttu kvenna en þó vissulega sé fjallað um stöðu kynjanna í þessu verki þá sé fókusinn víður. „Þetta er leikrit um tilvist mannsins á jörðinni, hvernig hann hefur tapað tengslum við lífið, er hættur að treysta því og bara farinn að treysta á sjálfan sig til þess að lifa af. Það vekur hjá honum skorthugsun sem aftur veldur ofsóknarkennd,“ lýsir Þorsteinn. „Óttinn er grunnþemað í verkinu.“ Elma Lísa segir áhugavert að takast á við margslunginn texta verksins, mikil hvörf og stórar tilfinningar. Frumgerð af Lokaæfingu var sett upp fyrst árið 1983, síðan gerði Svava róttækar breytingar á því og sú útgáfa var frumsýnd í Kaupmannahöfn 1987 og hjá Leikfélagi Akureyrar sama ár. Það er sú leikgerð sem nú er unnið með og hún hefur aldrei verið sýnd í Reykjavík áður. En telja leikararnir hana eiga jafn mikið erindi nú og á níunda áratugnum? „Okkur finnst það já. Góð leikverk standast alltaf tímans tönn og hægt er að setja þau upp á öllum tímum,“ svarar Elma Lísa. Lokaæfing er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Höfundurinn, Svava Jakobsdóttir hefði orðið 85 ára þann 4. október og leikhópurinn Háaloftið stendur að frumsýningunni á afmælisdeginum. Leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir. Uppsetningin er hluti af lestrarhátíð Bókmenntaborgar sem í ár er tileinkuð Svövu og hennar verkum. Leikritið tekur um einn og hálfan tíma í flutningi og ekki er um neina pásu að ræða. „Við erum þess fullviss að áhorfendur gangi hugsandi út,“ segir Þorsteinn. „Í þessu verki eru svo margir þræðir.“
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira