Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 3. október 2015 17:00 Garðar Gunnlaugsson þarf helst að skora í dag. vísir/andri marinó Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. Skagamenn höfðu leikið vel undanfarnar vikur en síðasta tap þeirra kom í 16. umferð. Var sigurinn í dag sá þriðji í röð hjá lærisveinum Gunnlaugs Jónssonar. Guðjón Orri Sigurjónsson kom inn í liðið fyrir Abel Dhaira, einhverjar getgátur voru á lofti um það að þetta væri síðasti leikur Guðjóns í bili fyrir ÍBV, en ekkert hefur verið staðfest í þeim málum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Eyjamenn sem virtust vera ferskir, liðið hafði ekki unnið lokaleik í deild, síðustu sjö árin. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom liðinu yfir á elleftu mínútu þegar Ian Jeffs átti frábæra sendingu innfyrir. Gunnar Heiðar var ekki lengi að klára en hann lyfti boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í markinu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Skagamönnum að jafna metin. Þá fékk Tryggvi Hrafn boltann úti á vinstri kantinum og gaf frábæra sendingu á skallann á Garðari Gunnlaugssyni sem skoraði af stuttu færi. Þetta mark tryggði Garðari bronsskóinn þar sem keppinautar hans skoruðu ekki mark í dag. Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en Darren Lough tók þá aukaspyrnu eftir að brotið hefði verið á Halli Flosasyni. Fór aukaspyrna hans inn í teiginn, í gegn um allan pakkann og Guðjón Orri vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið í markinu þegar boltinn fór í netið. Eftir þetta duttu Skagamenn neðar á völlinn en þeir ætluðu ekki að missa forystuna. Þeir fóru í langa bolta fram völlinn og treystu á að sóknarmennirnir myndu skapa usla. Nokkrum sinnum í síðari hálfleik fóru þeir með marga menn í sókn en Eyjamönnum tókst ekki að nýta sér hraðar sóknir. Ásgeir Marteinsson kom með aukinn kraft inn í Skagaliðið en hann skoraði mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Það var líklega röng ákvörðun hjá aðstoðardómaranum en það kom ekki að sök því leiknum lauk með 1-2 sigri gestanna. Framherjapar ÍBV fékk mörg færi í framlínu Eyjamanna í dag en þeir hafa átt betri daga fyrir framan markið. Þeir hafa óneitanlega reynst liðinu góðir seinni hluta sumars en þeir hjálpuðu ÍBV t.a.m. að vinna mikilvægasta sigur sumarsins á Leikni. Undir lokin vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu í tvígang en í hvorugt skiptið benti góður dómari leiksins, Sigurður Óli Þórleifsson á punktinn. Sigur Skagamanna þýðir að ÍA endaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar og geta nýliðarnir verið sáttir með uppskeru sumarsins en Eyjamenn sluppu við fall í 10. sæti með aðeins 19 stig. Gunnlaugur: Vorum í ákveðnu basli eftir 8 umferðir„Ég er gríðarlega ánægður með þetta, þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki verið sérstök,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, eftir sigur gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við komum vel inn í þetta undir lok fyrri hálfleiks og sýnum karakter í seinni hálfleik, siglum þessu heim og gerum þriðja markið sem var að mínu mati löglegt.“ Gunnlaugur var ósáttur með spilamennsku leikmanna sinna í byrjun leiksins. „Við vorum loksins eftir hálftímann, klárir í slaginn. Við vorum ekki alveg tilbúnir í byrjun leiksins, þetta var líka vilji og vinnusemi, klára mótið eins og menn. Loka þessu móti vel, þetta hefur verið gríðarlega flott seinni umferð hjá okkur.“ Skagamenn töpuðu aðeins tveimur leikjum í seinni umferðinni gegn Breiðablik og FH. „Við höfum ekki tapað leik síðan í 16. umferð. Við erum búnir að sigra núna þrjá leiki í röð, haldið markinu hreinu fyrir þennan leik í síðustu fjórum leikjum. Við hefðum helst viljað að mótið hefði haldið aðeins áfram.“ Gunnlaugur sagði að sigrarnir sem liðið vann á botnliðunum væru mikilvægir. „Við vorum í ákveðnu basli eftir svona 8-9 umferðir, við komum mjög sterkir inn í 7. umferð þegar við mættum Fylki. Við unnum kannski réttu sigrana, ÍBV, Keflavík og Leikni, í tvígang alla þessa mótherja. Það var helst Valur sem við náðum að vinna af öllum hinum liðunum.“ Garðar Gunnlaugsson tryggði sér gullskóinn í þessari umferð með skallamarki sínu, er það eitthvað sem Skagamenn lögðu upp með? „Það er einn af fjölmörgum punktum sem við lögðum upp með, það er frábært. Sérstaklega sterkt fyrir Garðar sem missti af sex vikum í sumar vegna meiðsla. Hann kom gríðarlega sterkur inn eftir meiðslin.“ Að lokum spurðum við Gunnlaug hvort hann myndi halda áfram þjálfun liðsins. „Já, já, ég verð áfram.“ Ásmundur: Mun ekki halda áfram hér„Ég er svekktur með þessa niðurstöðu í dag, mér fannst vera góður hugur í mönnum, fínar æfingar í vikunni og fín stemning í gær og fyrir leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap sinna manna í dag gegn ÍA. „Við töluðum um að breyta aðeins sögunni, en ÍBV hefur ekki unnið síðasta leik í deild síðan 2007, þá gegn mér í Fjölni. Við ætluðum að snúa þessu við í dag en það tókst ekki því miður.“ Ásmundur óskaði ÍA til hamingju með sigurinn. „Skagamenn enda sumarið sitt vel, búnir að eiga frábært sumar. Ég óska þeim til hamingju með það, þeir eiga það fyllilega skilið,“ sagði Ásmundur sem var ósáttur með seinna mark Skagamanna. „Það vantaði lítið upp á, við gefum þeim mjög ódýrt mark, sérstaklega seinna markið eftir aukaspyrnuna. Við vorum trekk í trekk í möguleikum að setja á þá en það vantaði herslumuninn.“ Eyjamenn vildu fá víti í tvígang undir lokin þegar Víðir Þorvarðarson var í sviðsljósinu. „Mér fannst vítalykt af þessu í bæði skiptin en dómararnir sögðust sjá þetta betur.“ Ásmundur tók við liði ÍBV í sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylkiþ „Þetta var skrýtið sumar hjá mér ef maður lítur yfir þetta. Heilmikil reynsla og ég held að ég hafi bætt nokkrum árum í reynslubankann á þessu ári. Það er eitthvað sem maður þarf að taka með sér.“ ÍBV gaf það út rétt eftir leik, að Jóhannes Þór Harðarsson, myndi ekki halda áfram með liðið. Þá staðfesti Ásmundur það við okkur að hann myndi ekki vera áfram. „Það kom til greina, við höfum rætt saman og spáð í spilin. Ég er búinn að vera að fara yfir mín mál, ég er með stóra fjölskyldu og ýmislegt í gangi uppi á landi. Ég hef tilkynnt þeim það að það mun ekki ganga upp, ég mun ekki halda áfram hér.“ Einhver orðrómur var í gangi um það að Ásmundur myndi taka við Fram, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um það. „Hvað verður, verður bara að koma í ljós. Fyrsta skref var að klára hlutina hér og sjá hvort það gæti gengið upp, þetta er staðan núna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. Skagamenn höfðu leikið vel undanfarnar vikur en síðasta tap þeirra kom í 16. umferð. Var sigurinn í dag sá þriðji í röð hjá lærisveinum Gunnlaugs Jónssonar. Guðjón Orri Sigurjónsson kom inn í liðið fyrir Abel Dhaira, einhverjar getgátur voru á lofti um það að þetta væri síðasti leikur Guðjóns í bili fyrir ÍBV, en ekkert hefur verið staðfest í þeim málum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Eyjamenn sem virtust vera ferskir, liðið hafði ekki unnið lokaleik í deild, síðustu sjö árin. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom liðinu yfir á elleftu mínútu þegar Ian Jeffs átti frábæra sendingu innfyrir. Gunnar Heiðar var ekki lengi að klára en hann lyfti boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson í markinu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Skagamönnum að jafna metin. Þá fékk Tryggvi Hrafn boltann úti á vinstri kantinum og gaf frábæra sendingu á skallann á Garðari Gunnlaugssyni sem skoraði af stuttu færi. Þetta mark tryggði Garðari bronsskóinn þar sem keppinautar hans skoruðu ekki mark í dag. Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en Darren Lough tók þá aukaspyrnu eftir að brotið hefði verið á Halli Flosasyni. Fór aukaspyrna hans inn í teiginn, í gegn um allan pakkann og Guðjón Orri vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið í markinu þegar boltinn fór í netið. Eftir þetta duttu Skagamenn neðar á völlinn en þeir ætluðu ekki að missa forystuna. Þeir fóru í langa bolta fram völlinn og treystu á að sóknarmennirnir myndu skapa usla. Nokkrum sinnum í síðari hálfleik fóru þeir með marga menn í sókn en Eyjamönnum tókst ekki að nýta sér hraðar sóknir. Ásgeir Marteinsson kom með aukinn kraft inn í Skagaliðið en hann skoraði mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Það var líklega röng ákvörðun hjá aðstoðardómaranum en það kom ekki að sök því leiknum lauk með 1-2 sigri gestanna. Framherjapar ÍBV fékk mörg færi í framlínu Eyjamanna í dag en þeir hafa átt betri daga fyrir framan markið. Þeir hafa óneitanlega reynst liðinu góðir seinni hluta sumars en þeir hjálpuðu ÍBV t.a.m. að vinna mikilvægasta sigur sumarsins á Leikni. Undir lokin vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu í tvígang en í hvorugt skiptið benti góður dómari leiksins, Sigurður Óli Þórleifsson á punktinn. Sigur Skagamanna þýðir að ÍA endaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar og geta nýliðarnir verið sáttir með uppskeru sumarsins en Eyjamenn sluppu við fall í 10. sæti með aðeins 19 stig. Gunnlaugur: Vorum í ákveðnu basli eftir 8 umferðir„Ég er gríðarlega ánægður með þetta, þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki verið sérstök,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, eftir sigur gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við komum vel inn í þetta undir lok fyrri hálfleiks og sýnum karakter í seinni hálfleik, siglum þessu heim og gerum þriðja markið sem var að mínu mati löglegt.“ Gunnlaugur var ósáttur með spilamennsku leikmanna sinna í byrjun leiksins. „Við vorum loksins eftir hálftímann, klárir í slaginn. Við vorum ekki alveg tilbúnir í byrjun leiksins, þetta var líka vilji og vinnusemi, klára mótið eins og menn. Loka þessu móti vel, þetta hefur verið gríðarlega flott seinni umferð hjá okkur.“ Skagamenn töpuðu aðeins tveimur leikjum í seinni umferðinni gegn Breiðablik og FH. „Við höfum ekki tapað leik síðan í 16. umferð. Við erum búnir að sigra núna þrjá leiki í röð, haldið markinu hreinu fyrir þennan leik í síðustu fjórum leikjum. Við hefðum helst viljað að mótið hefði haldið aðeins áfram.“ Gunnlaugur sagði að sigrarnir sem liðið vann á botnliðunum væru mikilvægir. „Við vorum í ákveðnu basli eftir svona 8-9 umferðir, við komum mjög sterkir inn í 7. umferð þegar við mættum Fylki. Við unnum kannski réttu sigrana, ÍBV, Keflavík og Leikni, í tvígang alla þessa mótherja. Það var helst Valur sem við náðum að vinna af öllum hinum liðunum.“ Garðar Gunnlaugsson tryggði sér gullskóinn í þessari umferð með skallamarki sínu, er það eitthvað sem Skagamenn lögðu upp með? „Það er einn af fjölmörgum punktum sem við lögðum upp með, það er frábært. Sérstaklega sterkt fyrir Garðar sem missti af sex vikum í sumar vegna meiðsla. Hann kom gríðarlega sterkur inn eftir meiðslin.“ Að lokum spurðum við Gunnlaug hvort hann myndi halda áfram þjálfun liðsins. „Já, já, ég verð áfram.“ Ásmundur: Mun ekki halda áfram hér„Ég er svekktur með þessa niðurstöðu í dag, mér fannst vera góður hugur í mönnum, fínar æfingar í vikunni og fín stemning í gær og fyrir leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap sinna manna í dag gegn ÍA. „Við töluðum um að breyta aðeins sögunni, en ÍBV hefur ekki unnið síðasta leik í deild síðan 2007, þá gegn mér í Fjölni. Við ætluðum að snúa þessu við í dag en það tókst ekki því miður.“ Ásmundur óskaði ÍA til hamingju með sigurinn. „Skagamenn enda sumarið sitt vel, búnir að eiga frábært sumar. Ég óska þeim til hamingju með það, þeir eiga það fyllilega skilið,“ sagði Ásmundur sem var ósáttur með seinna mark Skagamanna. „Það vantaði lítið upp á, við gefum þeim mjög ódýrt mark, sérstaklega seinna markið eftir aukaspyrnuna. Við vorum trekk í trekk í möguleikum að setja á þá en það vantaði herslumuninn.“ Eyjamenn vildu fá víti í tvígang undir lokin þegar Víðir Þorvarðarson var í sviðsljósinu. „Mér fannst vítalykt af þessu í bæði skiptin en dómararnir sögðust sjá þetta betur.“ Ásmundur tók við liði ÍBV í sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylkiþ „Þetta var skrýtið sumar hjá mér ef maður lítur yfir þetta. Heilmikil reynsla og ég held að ég hafi bætt nokkrum árum í reynslubankann á þessu ári. Það er eitthvað sem maður þarf að taka með sér.“ ÍBV gaf það út rétt eftir leik, að Jóhannes Þór Harðarsson, myndi ekki halda áfram með liðið. Þá staðfesti Ásmundur það við okkur að hann myndi ekki vera áfram. „Það kom til greina, við höfum rætt saman og spáð í spilin. Ég er búinn að vera að fara yfir mín mál, ég er með stóra fjölskyldu og ýmislegt í gangi uppi á landi. Ég hef tilkynnt þeim það að það mun ekki ganga upp, ég mun ekki halda áfram hér.“ Einhver orðrómur var í gangi um það að Ásmundur myndi taka við Fram, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um það. „Hvað verður, verður bara að koma í ljós. Fyrsta skref var að klára hlutina hér og sjá hvort það gæti gengið upp, þetta er staðan núna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira