Rýna í menningararf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. október 2015 11:30 Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein eru ritstjórar bókarinnar. Vísir/Pjetur „Þetta eru þrettán kaflar eftir fjórtán höfunda. Það sem við erum að gera er að rýna í þetta fyrirbæri, menningararf, og hvernig stendur á því að sumt gamalt þykir nýtilegt og sérlega merkilegt á meðan annað gamalt er álitið úrelt og fánýtt,“ segir Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild og ritstjóri bókarinnar ásamt Valdimari Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Svo erum við að skoða hvernig þetta er notað, hver notar þetta og hver skilgreinir hvað er menningararfur. Í hvaða tilgangi og með hvaða afleiðingum. Spáum í margþátta hliðar á þessu fyrirbæri. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir það hvernig Íslendingar hafa mótað sjálfsmynd sína og hvernig þeir líta á sjálfa sig.“ Líkt og áður sagði eru höfundar bókarinnar fjórtán talsins, þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En höfundarnir eru þau Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir. Sviðið sem bókin er skrifuð innan ber heitið Gagnrýnin menningararfsfræði og segir Ólafur það nýtt alþjóðlegt fræðasvið sem enn er í mótun og sístækkandi. „Þetta er þverfaglegt rannsóknarsvið þar sem fræðimenn og rannsakendur úr hinum og þessum greinum kanna stöðu menningararfs í samtímanum.“ Hann segir bókina og umfjöllunarefni hennar færa alþjóðlega umræðu innan sviðsins inn í íslenskt samhengi. „Við rýnum í mismunandi birtingarmyndir menningararfs á Íslandi. Við tökum þessar klassísku birtingarmyndir, eins og handritin, íslenska kvenbúninginn og torfbæinn. Tökum þetta gagnrýnum tökum og kryfjum þetta til mergjar. Hvernig er verið að nota þetta, til hvers og hvaða rullu þessi fyrirbæri spila í samtímanum.“ Líkt og áður sagði verður útgáfu bókarinnar fagnað í dag klukkan 14.00 á Þjóðminjasafni Íslands en þar verða nokkrir af höfundum bókarinnar auk ritstjóranna á svæðinu. „Við munum flytja örstutt erindi um okkar innlegg inn í þessa bók svo munum við fjalla almennt um konseptið og okkar sýn á þessi mál,“ segir Ólafur að lokum. Útgáfuteitið er öllum opið og boðið verður upp á léttar veitingar. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta eru þrettán kaflar eftir fjórtán höfunda. Það sem við erum að gera er að rýna í þetta fyrirbæri, menningararf, og hvernig stendur á því að sumt gamalt þykir nýtilegt og sérlega merkilegt á meðan annað gamalt er álitið úrelt og fánýtt,“ segir Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild og ritstjóri bókarinnar ásamt Valdimari Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Svo erum við að skoða hvernig þetta er notað, hver notar þetta og hver skilgreinir hvað er menningararfur. Í hvaða tilgangi og með hvaða afleiðingum. Spáum í margþátta hliðar á þessu fyrirbæri. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir það hvernig Íslendingar hafa mótað sjálfsmynd sína og hvernig þeir líta á sjálfa sig.“ Líkt og áður sagði eru höfundar bókarinnar fjórtán talsins, þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En höfundarnir eru þau Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir. Sviðið sem bókin er skrifuð innan ber heitið Gagnrýnin menningararfsfræði og segir Ólafur það nýtt alþjóðlegt fræðasvið sem enn er í mótun og sístækkandi. „Þetta er þverfaglegt rannsóknarsvið þar sem fræðimenn og rannsakendur úr hinum og þessum greinum kanna stöðu menningararfs í samtímanum.“ Hann segir bókina og umfjöllunarefni hennar færa alþjóðlega umræðu innan sviðsins inn í íslenskt samhengi. „Við rýnum í mismunandi birtingarmyndir menningararfs á Íslandi. Við tökum þessar klassísku birtingarmyndir, eins og handritin, íslenska kvenbúninginn og torfbæinn. Tökum þetta gagnrýnum tökum og kryfjum þetta til mergjar. Hvernig er verið að nota þetta, til hvers og hvaða rullu þessi fyrirbæri spila í samtímanum.“ Líkt og áður sagði verður útgáfu bókarinnar fagnað í dag klukkan 14.00 á Þjóðminjasafni Íslands en þar verða nokkrir af höfundum bókarinnar auk ritstjóranna á svæðinu. „Við munum flytja örstutt erindi um okkar innlegg inn í þessa bók svo munum við fjalla almennt um konseptið og okkar sýn á þessi mál,“ segir Ólafur að lokum. Útgáfuteitið er öllum opið og boðið verður upp á léttar veitingar.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira