Friðrika Benónýsdóttir, blaðamaður á Fréttatímanum, hefur fengið afsökunarbeiðni í tölvupósti frá útgefanda Forlagsins, Jóhanni Páli Valdimarssyni, en útgáfan sendi rithöfund í viðtal hjá Friðriku án þess að láta blaðamanninn vita að rithöfundurinn Eva Magnúsdóttir væri í raun ekki til heldur er um dulnefni að ræða.
Sjá einnig: Einn reyndasti menningarblaðamaður landsins blekktur
Í frétt á vef Fréttatímans kemur fram að Jóhann hafi sent Friðriku tölvupóst þar sem í stóð aðeins:
„Biðst velvirðingar ef þetta hefur kostað þig óþægindi.“
Jóhann bar við trúnaði við höfund við skriflegri fyrirspurn um málið og sagðist ekki geta tjáð sig. Í kjölfarið voru honum sendar frekari spurningar en útgefandinn hefur ekki svarað þeirri fyrirspurn.
