„Líkt og öll önnur lög á plötunni er það pródúsað af Joe Fraizer. Myndbandið er skotið yfir eina helgi og við þökkum öllum sem komu að því, á einn eða annan hátt, kærlega fyrir,“ segir Herra Hnetusmjör.
Upptaka og myndvinnsla var í höndum Árna Beinteins en að sögn Herrans er hann algjört „wizkid“ þegar kemur að kvikmyndum og myndböndum.
Myndbandið má sjá hér að neðan. Plötuna Flottur Skrákur má nálgast á flotturskrakur.com og að auki er hægt að streyma henni á Spotify.