Saman drepum við fegurðina og leitum að sannleikanum Magnús Guðmundsson skrifar 16. október 2015 12:30 Úr uppfærslu Borgarleikhússins á Mávinum sem verður frumsýndur í kvöld. vísir/anton brink Þegar leikritið Mávurinn eftir Anton Tsjekhov var frumsýnt í Pétursborg árið 1896 hlaut það skelfilegar viðtökur. Gagnrýnendur sem og áhorfendur virðast hafa misskilið verkið með öllu og leikskáldið strengdi þess heit að skrifa aldrei framar stafkrók fyrir leikhús. Hann átti þó blessunarlega eftir að falla frá því heiti og ástæðuna má kannski rekja til þess að tveimur árum síðar rataði verkið á fjalir Listaleikhússins í Moskvu. Viðtökurnar voru með ólíkindum góðar og vinsældir verksins slíkar að æ síðan prýðir mynd af mávi fortjald leikhússins. Mávurinn er eitt af burðarleikritum í höfundarverki Tsjekhovs og í kvöld ratar þetta einstaka verk á fjalir Borgarleikhússins í leikstjórn Yana Ross frá Litháen. Yana Ross hefur vakið athygli, bæði innan heimalandsins sem víðar, fyrir nýstárleg og kröftug tök á viðfangsefnum sínum en þó einkum fyrir nálgun sína að sígildum verkum leikbókmenntanna enda hvergi bangin við áskorunina. „Mér líkar vel við áskorunina. Tsjekhov er auðvitað ekki fyrir alla því maður verður að sýna ákveðið hugrekki. En fyrst og fremst er þetta verk um misskilda ást og orku þar sem allir eru ástfangnir af einhverjum sem er alls ekki rétti aðilinn fyrir viðkomandi. En auðvitað er viðkomandi alveg fyrirmunað að skilja hversu rangt þetta er allt saman. Þetta er óskaplega fyndið leikrit og Tsjekhov hafði svo dásamlegan húmor að hann lét það eftir sér að drepa persónu í lokin og kalla verkið svo kómedíu. En maður sér kannski ekki tragedíuna í lífinu þegar maður er skellihlæjandi, en þegar hláturinn hættir þá verður allt skelfilega skýrt. Eins er það þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum aðstæðum, ótta, veikindum og dauða, þá leitum við oft í hláturinn sem eitthvað sem verndar okkur fyrir vá. Ég held að hláturinn í Tsjekhov sé þannig þerapíuhlátur, heilandi hlátur, eitthvað sem er óendanlega fyndið en skilur samt eftir sig sára kviðverki loksins þegar hlátrinum linnir. Hlátrinum í verkum Tsjekhovs fylgir biturt eftirbragð sem Rússarnir þurfa að skola burt með því að drekka mikið – mjög mikið.“ Yana Ross segir að Mávurinn sé ákaflega sjálfsævisögulegt verk og því þurfi íslensku leikararnir að horfast í augu við eigin sjálfsævisögulegu augnablik. „Þú getur ekki leikið þetta leikrit án þess að hafa hugrekki til þess að horfast í augu við þitt eigið líf. Þú verður að sjá samhengið og þetta er ein ástæða þess að við ákváðum að fela okkur ekki í Rússlandi fortíðarinnar. Leikritið hvetur þig til þess að takast á við sjálfan þig sem listamann vegna þess að Tsjekhov var að ögra sínu leikhússamfélagi og þegar Mávurinn kom fyrst fram á sviðið voru áhorfendur bæði móðgaðir og sárir. Þarna voru til að mynda þrjár af fyrrverandi ástkonum Tsjekhovs, besti vinur hans sem hafði barnað kærustuna hans og fleiri slík afar persónuleg atriði úr lífi skáldsins sem tengjast þessu verki. Það var svo mitt hlutverk að gera leikurunum hér ljóst að það er ekki hægt að komast undan þessari persónulegu nálgun.“ Til þess að ná fram þessum áhrifum sem Yana Ross er að seilast eftir í uppfærslunni segist hún fara með verkið langt inn í samtímasamfélagið. „Þetta er hér og nú uppfærsla. Tímaleysið býr í textanum og átök eins og þar er að finna hafa alltaf verið og verða alltaf til staðar í lífinu. Þar af leiðandi er þessi uppfærsla afskaplega lókal og við ákváðum að vinna með íslenskar aðstæður. Þetta eru íslenskir leikarar að tala um aðstæður sínar í íslensku leikhúsi og sem listamenn yfirhöfuð. Það tekur á að skapa og það getur verið sárt og erfitt en við gerum það samt vegna þess að við erum öll háð þessari tilfinningu sem fylgir því þegar vel tekst til og allt smellur. Þess vegna nýtum við okkur Tsjekhov til þess að varpa fram spurningum um það hvernig er að vera skapandi listamaður á Íslandi á dag og hver staða listamanna er í íslensku samfélagi.Yana Ross hefur víða vakið athygli fyrir uppfærslur sínar.Visir/Anton BrinkVinnan í aðdraganda uppfærslunnar hefur verið heilmikil rússíbanareið og mér þykir ákaflega mikið til íslensku leikaranna koma. Þau hafa verið afar gefandi og hugrökk. Þau hafa í raun komið mér á óvart með hversu langt þau hafa gengið persónulega í þessari vegferð. Ég kom hingað einmitt vegna þess að þetta góða orðspor fer af íslenskum leikurum. Það er alls staðar hægt að finna góða leikara en ég er að eltast við annað og persónulegra í minni vinnu. Leikararnir mínir þurfa að vera gott fólk sem er tilbúið til þess að greina sínar persónulegu aðstæður en ekki aðeins persónuna sem þeir eru að leika. Ég vil að þau gefi af sér og það hafa íslensku leikarnir gert og verið hreint út sagt yndislegir. Nú vil ég bara hvetja áhorfendur til þess að mæta í leikhúsið með opnum huga, reiðubúnir fyrir hugrakka leikara sem hafa lagt mikið á sig. Við lögðum mikið í að drepa mikið af fegurðinni og rómantíseringunni sem myndast oft í þessum uppfærslum. Oft vorum við agndofa yfir þessari fegurð en á sama tíma vissum við að hún yrði að fara og til þess þurftum við oft að leggja mikið á okkur. Við ætlum ekki að skorast undan sannleikanum og vonandi munu áhorfendur sjá það.“ Leikhús Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þegar leikritið Mávurinn eftir Anton Tsjekhov var frumsýnt í Pétursborg árið 1896 hlaut það skelfilegar viðtökur. Gagnrýnendur sem og áhorfendur virðast hafa misskilið verkið með öllu og leikskáldið strengdi þess heit að skrifa aldrei framar stafkrók fyrir leikhús. Hann átti þó blessunarlega eftir að falla frá því heiti og ástæðuna má kannski rekja til þess að tveimur árum síðar rataði verkið á fjalir Listaleikhússins í Moskvu. Viðtökurnar voru með ólíkindum góðar og vinsældir verksins slíkar að æ síðan prýðir mynd af mávi fortjald leikhússins. Mávurinn er eitt af burðarleikritum í höfundarverki Tsjekhovs og í kvöld ratar þetta einstaka verk á fjalir Borgarleikhússins í leikstjórn Yana Ross frá Litháen. Yana Ross hefur vakið athygli, bæði innan heimalandsins sem víðar, fyrir nýstárleg og kröftug tök á viðfangsefnum sínum en þó einkum fyrir nálgun sína að sígildum verkum leikbókmenntanna enda hvergi bangin við áskorunina. „Mér líkar vel við áskorunina. Tsjekhov er auðvitað ekki fyrir alla því maður verður að sýna ákveðið hugrekki. En fyrst og fremst er þetta verk um misskilda ást og orku þar sem allir eru ástfangnir af einhverjum sem er alls ekki rétti aðilinn fyrir viðkomandi. En auðvitað er viðkomandi alveg fyrirmunað að skilja hversu rangt þetta er allt saman. Þetta er óskaplega fyndið leikrit og Tsjekhov hafði svo dásamlegan húmor að hann lét það eftir sér að drepa persónu í lokin og kalla verkið svo kómedíu. En maður sér kannski ekki tragedíuna í lífinu þegar maður er skellihlæjandi, en þegar hláturinn hættir þá verður allt skelfilega skýrt. Eins er það þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum aðstæðum, ótta, veikindum og dauða, þá leitum við oft í hláturinn sem eitthvað sem verndar okkur fyrir vá. Ég held að hláturinn í Tsjekhov sé þannig þerapíuhlátur, heilandi hlátur, eitthvað sem er óendanlega fyndið en skilur samt eftir sig sára kviðverki loksins þegar hlátrinum linnir. Hlátrinum í verkum Tsjekhovs fylgir biturt eftirbragð sem Rússarnir þurfa að skola burt með því að drekka mikið – mjög mikið.“ Yana Ross segir að Mávurinn sé ákaflega sjálfsævisögulegt verk og því þurfi íslensku leikararnir að horfast í augu við eigin sjálfsævisögulegu augnablik. „Þú getur ekki leikið þetta leikrit án þess að hafa hugrekki til þess að horfast í augu við þitt eigið líf. Þú verður að sjá samhengið og þetta er ein ástæða þess að við ákváðum að fela okkur ekki í Rússlandi fortíðarinnar. Leikritið hvetur þig til þess að takast á við sjálfan þig sem listamann vegna þess að Tsjekhov var að ögra sínu leikhússamfélagi og þegar Mávurinn kom fyrst fram á sviðið voru áhorfendur bæði móðgaðir og sárir. Þarna voru til að mynda þrjár af fyrrverandi ástkonum Tsjekhovs, besti vinur hans sem hafði barnað kærustuna hans og fleiri slík afar persónuleg atriði úr lífi skáldsins sem tengjast þessu verki. Það var svo mitt hlutverk að gera leikurunum hér ljóst að það er ekki hægt að komast undan þessari persónulegu nálgun.“ Til þess að ná fram þessum áhrifum sem Yana Ross er að seilast eftir í uppfærslunni segist hún fara með verkið langt inn í samtímasamfélagið. „Þetta er hér og nú uppfærsla. Tímaleysið býr í textanum og átök eins og þar er að finna hafa alltaf verið og verða alltaf til staðar í lífinu. Þar af leiðandi er þessi uppfærsla afskaplega lókal og við ákváðum að vinna með íslenskar aðstæður. Þetta eru íslenskir leikarar að tala um aðstæður sínar í íslensku leikhúsi og sem listamenn yfirhöfuð. Það tekur á að skapa og það getur verið sárt og erfitt en við gerum það samt vegna þess að við erum öll háð þessari tilfinningu sem fylgir því þegar vel tekst til og allt smellur. Þess vegna nýtum við okkur Tsjekhov til þess að varpa fram spurningum um það hvernig er að vera skapandi listamaður á Íslandi á dag og hver staða listamanna er í íslensku samfélagi.Yana Ross hefur víða vakið athygli fyrir uppfærslur sínar.Visir/Anton BrinkVinnan í aðdraganda uppfærslunnar hefur verið heilmikil rússíbanareið og mér þykir ákaflega mikið til íslensku leikaranna koma. Þau hafa verið afar gefandi og hugrökk. Þau hafa í raun komið mér á óvart með hversu langt þau hafa gengið persónulega í þessari vegferð. Ég kom hingað einmitt vegna þess að þetta góða orðspor fer af íslenskum leikurum. Það er alls staðar hægt að finna góða leikara en ég er að eltast við annað og persónulegra í minni vinnu. Leikararnir mínir þurfa að vera gott fólk sem er tilbúið til þess að greina sínar persónulegu aðstæður en ekki aðeins persónuna sem þeir eru að leika. Ég vil að þau gefi af sér og það hafa íslensku leikarnir gert og verið hreint út sagt yndislegir. Nú vil ég bara hvetja áhorfendur til þess að mæta í leikhúsið með opnum huga, reiðubúnir fyrir hugrakka leikara sem hafa lagt mikið á sig. Við lögðum mikið í að drepa mikið af fegurðinni og rómantíseringunni sem myndast oft í þessum uppfærslum. Oft vorum við agndofa yfir þessari fegurð en á sama tíma vissum við að hún yrði að fara og til þess þurftum við oft að leggja mikið á okkur. Við ætlum ekki að skorast undan sannleikanum og vonandi munu áhorfendur sjá það.“
Leikhús Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira