Fín veiði í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2015 14:23 Hrafn með vænan urriða úr Varmá. Varmá hefur yfirleitt verið betur þekkt sem vorveiðiá heldur en síðsumarsá þrátt fyrir að vera yfirleitt vel setin af sjóbirting á haustin. Sjóbirtingurinn er yfirleitt mjög tökuglaður á vorin alveg fram að þeim tíma að hann heldur aftur til sjávar eftir vetursetu í ánni en það jafnast samt fátt á við að eiga við nýgenginn sjóbirting að hausti. Varmá er ein af þessum ám sem fáir fara í á haustin þrátt fyrir að það sé besti tíminn í ánni enda er sjóbirtingurinn að koma inn, feitur og pattaralegur eftir sumar í sjó. Þeir sem hafa skroppið dagsferð í ánna hafa yfirleitt veitt vel og algengt er að heyra tölur frá fimm upp í fimmtán fiska yfir daginn. Það er líka svolítið öðruvísi að veiða Varmá á haustin en fiskurinn veiðist mun víðar í henni en á vorin enda er hann þá að koma sér í hrygningarbúning og verður oft mjög grimmur á aðskotahluti í hylnum, eins og flugur. Takan getur verið sérlega góð þó það þurfi stundum að fara yfir nokkra veiðistaði til að finna fisk í töku. Það er mikið af fiski í sumum hyljunum og þar sem veðurspá næstu daga er sérstaklega hagstæð fyrir haustveiðina má alveg skora á þá sem vilja fá eina eða tvær viðureignir til viðbótar áður en vetur hefst að kíkja á lausar stangir hjá SVFR. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Varmá hefur yfirleitt verið betur þekkt sem vorveiðiá heldur en síðsumarsá þrátt fyrir að vera yfirleitt vel setin af sjóbirting á haustin. Sjóbirtingurinn er yfirleitt mjög tökuglaður á vorin alveg fram að þeim tíma að hann heldur aftur til sjávar eftir vetursetu í ánni en það jafnast samt fátt á við að eiga við nýgenginn sjóbirting að hausti. Varmá er ein af þessum ám sem fáir fara í á haustin þrátt fyrir að það sé besti tíminn í ánni enda er sjóbirtingurinn að koma inn, feitur og pattaralegur eftir sumar í sjó. Þeir sem hafa skroppið dagsferð í ánna hafa yfirleitt veitt vel og algengt er að heyra tölur frá fimm upp í fimmtán fiska yfir daginn. Það er líka svolítið öðruvísi að veiða Varmá á haustin en fiskurinn veiðist mun víðar í henni en á vorin enda er hann þá að koma sér í hrygningarbúning og verður oft mjög grimmur á aðskotahluti í hylnum, eins og flugur. Takan getur verið sérlega góð þó það þurfi stundum að fara yfir nokkra veiðistaði til að finna fisk í töku. Það er mikið af fiski í sumum hyljunum og þar sem veðurspá næstu daga er sérstaklega hagstæð fyrir haustveiðina má alveg skora á þá sem vilja fá eina eða tvær viðureignir til viðbótar áður en vetur hefst að kíkja á lausar stangir hjá SVFR.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði