100% meiri laxveiði en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 10. október 2015 12:00 Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur yfir laxveiðina á liðnu sumri en veiði er lokið í öllum laxveiðiánum að Rangánum undanskyldum en þar er veitt í 10 daga í viðbót. Það er ljóst að þetta er líklega fjórða besta veiðisumar frá upphafi samræmdra skráninga á árinu 1974. Meðaltalsveiðin á árinum 1974-2014 er 40.848 laxar en heildarveiðin í sumar er hingað til komin í ca. 74.000 laxa. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014, þegar 33.598 laxar veiddust á stöng. Í gögnum frá Veiðimálastofnun má sjá að sleppihlutfall eykst nokkuð á milli ára og í raun er mjög athyglisvert að rýna í þessa skýrslu. "Laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Til að fá samanburð við fyrri ár var metið hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar". Eins og sést þá er sumarið tæplega 25% betra en meðaltalsárið að þeim gefnu forsendum hér að ofan. Það geta allir veiðimenn verið sammála um að góðu sumri sé senn að ljúka og nokkur bjartsýni er fyrir næsta veiðisumri enda er seiðavísitalan góð þar sem hún hefur verið mæld en eins og áður hefur verið rætt er stærsti óræðni þátturinn í heimtum á laxi aðstæður í hafi þegar hann gengur til sjávar og fæðuframboð. Skýrsluna í heild má finna hér. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur yfir laxveiðina á liðnu sumri en veiði er lokið í öllum laxveiðiánum að Rangánum undanskyldum en þar er veitt í 10 daga í viðbót. Það er ljóst að þetta er líklega fjórða besta veiðisumar frá upphafi samræmdra skráninga á árinu 1974. Meðaltalsveiðin á árinum 1974-2014 er 40.848 laxar en heildarveiðin í sumar er hingað til komin í ca. 74.000 laxa. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014, þegar 33.598 laxar veiddust á stöng. Í gögnum frá Veiðimálastofnun má sjá að sleppihlutfall eykst nokkuð á milli ára og í raun er mjög athyglisvert að rýna í þessa skýrslu. "Laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Til að fá samanburð við fyrri ár var metið hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar". Eins og sést þá er sumarið tæplega 25% betra en meðaltalsárið að þeim gefnu forsendum hér að ofan. Það geta allir veiðimenn verið sammála um að góðu sumri sé senn að ljúka og nokkur bjartsýni er fyrir næsta veiðisumri enda er seiðavísitalan góð þar sem hún hefur verið mæld en eins og áður hefur verið rætt er stærsti óræðni þátturinn í heimtum á laxi aðstæður í hafi þegar hann gengur til sjávar og fæðuframboð. Skýrsluna í heild má finna hér.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði