Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 13:00 Samningur RÚV við Vodafone er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/GVA Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014. Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014.
Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent