Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 13:00 Samningur RÚV við Vodafone er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/GVA Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira