Svört kómedía umbreytist í úthverfahrylling Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2015 10:15 Leikhópur Geirfugls í verkinu (90) 210 Garðabær. Þetta er ekki raunveruleiki, heldur svört kómedía sem umbreytist í einhvers konar úthverfahrylling. Gæti gerst í hvaða íslensku bæjarfélagi sem er, þar sem hlutfall efnaðra íbúa er hátt og einhver af allt öðru sauðahúsi flytur inn í. Þá myndast núningur,“ segir Heiðar Sumarliðason, höfundur og leikstjóri (90) 210 Garðabær sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Heiðar kveðst á tímabili hafa verið að hugsa um að láta verkið gerast á einhverjum óræðum stað. „En þegar fólk fór að leiklesa fannst því sterkara að tilgreina ákveðið bæjarfélag. Það hefði alveg eins getað verið Seltjarnarnes en þar sem ég er Garðbæingur að uppruna fannst mér liggja beinast við að nota minn gamla heimabæ sem sögusvið.“ Vel hefur gengið að selja á leikritið svo nú eru bara miðar eftir á sýningarnar 7. og 12. nóvember. „Það er skemmtilegt hversu viðbrögðin hafa verið góð,“ segir Heiðar. „Íslenskir áhorfendur vilja gjarnan sjá eitthvað sem þeir kannast við. Þeir eru kannski ekki oft að fá eitthvað sem gerist í garðinum hjá þeim, hér og nú. Fyrir tíu dögum breyttum við kúrsinum talsvert svo ég hugsa að sjaldan hafi verið sett upp jafn nýtt leikrit, þó það sé byggt á þriggja ára vinnu. Við sem stöndum að þessu erum því 100% viss um að þetta sé besta útgáfan af verkinu sem við erum með á sviðinu, enda eiga áhorfendur það skilið.“ Leikarar í sýningunni eru María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vigdís Másdóttir. „Þetta er allt fólk sem ég þekkti og flestum hef ég unnið með áður,“ segir Heiðar sem ekki kveðst mæla með því að höfundur leikstýri eigin verki. Því kveðst hann hafa fengið Bjartmar Þórðarson dramatúrg sér til halds og trausts. Þetta er önnur sýningin sem Leikfélagið Geirfugl setur upp. Sú fyrsta var Segðu mér satt eftir Hávar Sigurjónsson. Leikhús Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta er ekki raunveruleiki, heldur svört kómedía sem umbreytist í einhvers konar úthverfahrylling. Gæti gerst í hvaða íslensku bæjarfélagi sem er, þar sem hlutfall efnaðra íbúa er hátt og einhver af allt öðru sauðahúsi flytur inn í. Þá myndast núningur,“ segir Heiðar Sumarliðason, höfundur og leikstjóri (90) 210 Garðabær sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Heiðar kveðst á tímabili hafa verið að hugsa um að láta verkið gerast á einhverjum óræðum stað. „En þegar fólk fór að leiklesa fannst því sterkara að tilgreina ákveðið bæjarfélag. Það hefði alveg eins getað verið Seltjarnarnes en þar sem ég er Garðbæingur að uppruna fannst mér liggja beinast við að nota minn gamla heimabæ sem sögusvið.“ Vel hefur gengið að selja á leikritið svo nú eru bara miðar eftir á sýningarnar 7. og 12. nóvember. „Það er skemmtilegt hversu viðbrögðin hafa verið góð,“ segir Heiðar. „Íslenskir áhorfendur vilja gjarnan sjá eitthvað sem þeir kannast við. Þeir eru kannski ekki oft að fá eitthvað sem gerist í garðinum hjá þeim, hér og nú. Fyrir tíu dögum breyttum við kúrsinum talsvert svo ég hugsa að sjaldan hafi verið sett upp jafn nýtt leikrit, þó það sé byggt á þriggja ára vinnu. Við sem stöndum að þessu erum því 100% viss um að þetta sé besta útgáfan af verkinu sem við erum með á sviðinu, enda eiga áhorfendur það skilið.“ Leikarar í sýningunni eru María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vigdís Másdóttir. „Þetta er allt fólk sem ég þekkti og flestum hef ég unnið með áður,“ segir Heiðar sem ekki kveðst mæla með því að höfundur leikstýri eigin verki. Því kveðst hann hafa fengið Bjartmar Þórðarson dramatúrg sér til halds og trausts. Þetta er önnur sýningin sem Leikfélagið Geirfugl setur upp. Sú fyrsta var Segðu mér satt eftir Hávar Sigurjónsson.
Leikhús Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira