Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen samdi í dag við FH til þriggja ára, en hann kemur til meistaranna frá Stjörnunni þar sem hann spilaði í sumar.
„Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. FH gerði mér tilboð eftir að glugginn opnaði og ég bara mjög spenntur að vera kominn hingað,“ sagði Gunnar við Vísi eftir undirskriftina í dag, en höfðu fleiri lið áhuga?
„Ég vil ekki tala of mikið um fortíðina. Það höfðu lið áhuga á Íslandi og erlendis. Ég hef prófað margt í þessu og spilað erlendis þannig ég segi ekki bara já við hverju sem er.“
Gunnar hefur ávallt talað mjög vel um Stjörnuna og hversu mikið hann naut verunnar í Garðabænum. Af hverju er hann þá kominn í FH?
„Í fótbolta verður maður að horfa á það sem er í boði, ekki bara peningana heldur líka hvað fótboltinn býður upp á. Ég held að allir séu sammála því að FH er stærsta félagið á Íslandi og er með frábæra aðstöðu,“ sagði Gunnar.
„Ég er spenntur fyrir því að spila hér, keppa um Íslandsmeistaratitilinn og gera eitthvað í Evrópu. Ég elskaði að vera hjá Stjörnunni en í fótboltanum þarf maður að taka ákvarðanir.“
„Svona er fótboltinn. Þegar leikmaður fer frá liði þarf það ekki alltaf að vera því allt var hræðilegt. Ég naut verunnar í Stjörnunni. Ég hef ekki neitt slæmt að segja um Stjörnuna, þar var gott að vera. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók,“ sagði Gunnar Nielsen.
Nánar verður fjallað um vistaskipti Gunnars í Fréttablaðinu á morgun.
Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
