„Við ákváðum að gera þetta í okkar stíl og úr varð þetta stuðlag. Við gerðum þetta „cover“ lag upphaflega fyrir Berlínartúrinn sem við fórum í í sumar en okkur langaði að gera eitthvað sumarlegt, hresst og dansvænt. Síðan fengum við Sölku Sól til liðs við okkur.“
East Of My Youth samanstendur af þeim Guðna Einarssyni, Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marínu Jónsdóttur og erum þau að leggja loka hönd á sína fyrstu plötu sem er langt á veg komin.
„Við komum fram á Airwaves í ár og spilum þar sex tónleika. Við tökum vitaskuld nýja lagið með Sölku Sól sem mun einmitt syngja með okkur í Kaldalónsalnum í Hörpu þann 6. nóvember.“
Hér að neðan má sjá myndbandið.