Ágæt rjúpnaveiði þrátt fyrir rysjótt veður Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2015 16:50 Mynd: KL Núna er fyrsta rjúpnahelgin að klárast og fyrstu fregnir frá veiðimönnum eru ágætar. Þrátt fyrir rysjótt veður í dag og hluta úr degi í gær veiddist ágætlega um helgina víða um land og margir eru þegar komnir með jólamatinn. Á föstudaginn, sem var fyrsti dagur rjúpnaveiða á þessu tímabili, var veiðin einnig ágæt hjá flestum sem við höfum haft fregnir af og algengt að skyttur séu með 3-6 fugla eftir daginn en eins og venjulega fá sumir meira og aðrir minna. Heilt yfir tala rjúpnaskyttur um að meira sé sýnilegt af fugli heldur en í fyrra og þá sérstaklega á svæðum sem voru dæmd rjúpnalaus á síðasta veiðitímabili. Bestu veiðitölurnar koma af norðausturlandi og austurlandi en veiðimenn sem við höfum heyrt af frá nokkrum stöðum bera sig vel eftir helgina. Dagurinn í dag var þó erfiður, sérstaklega á vesturlandi og miðhálendinu en það gekk á með hvassviðri og skafrenning sem er seint talið gott rjúpnaveður. Veiðimenn eru sem fyrr hvattir til að veiða í hófi. Veitt er næstu þrjár helgar frá föstudegi til sunnudags. Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Núna er fyrsta rjúpnahelgin að klárast og fyrstu fregnir frá veiðimönnum eru ágætar. Þrátt fyrir rysjótt veður í dag og hluta úr degi í gær veiddist ágætlega um helgina víða um land og margir eru þegar komnir með jólamatinn. Á föstudaginn, sem var fyrsti dagur rjúpnaveiða á þessu tímabili, var veiðin einnig ágæt hjá flestum sem við höfum haft fregnir af og algengt að skyttur séu með 3-6 fugla eftir daginn en eins og venjulega fá sumir meira og aðrir minna. Heilt yfir tala rjúpnaskyttur um að meira sé sýnilegt af fugli heldur en í fyrra og þá sérstaklega á svæðum sem voru dæmd rjúpnalaus á síðasta veiðitímabili. Bestu veiðitölurnar koma af norðausturlandi og austurlandi en veiðimenn sem við höfum heyrt af frá nokkrum stöðum bera sig vel eftir helgina. Dagurinn í dag var þó erfiður, sérstaklega á vesturlandi og miðhálendinu en það gekk á með hvassviðri og skafrenning sem er seint talið gott rjúpnaveður. Veiðimenn eru sem fyrr hvattir til að veiða í hófi. Veitt er næstu þrjár helgar frá föstudegi til sunnudags.
Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði