Tvö draumahlutverk í einu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 10:15 "Ég er búin að vera í hlátuskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk um óperuna Rakarinn í Sevilla. Vísir/GVA „Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“ Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“
Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira