Rúnar Páll: Hefðum átt að fá sterkari leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 12:00 Rúnar Páll var sáttur með hópinn en hefði viljað fá fleiri sterkari leikmenn. vísir/ernir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að Stjörnuliðið gerði ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum síðasta vetur. Stjarnan, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni í fyrra, átti afar dapurt tímabil í ár þó því hafi verið reddað fyrir horn með góðum endaspretti. Stjörnumenn voru aldrei í titilbaráttu og nær fallinu lengi vel áður en þeir tóku á sprett í haust og enduðu í fjórða sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir voru gagnrýndir í sumar fyrir að styrkja liðið ekki nógu mikið og Rúnar Páll tók undir þá gagnrýni í viðtali í Akraborginni.Halldór Orri Björnsson átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni.vísir/andri marinóHalldór Orri ekki góður „Við vorum með mjög fínt lið, ég ætla ekki að neita því. Við reiknuðum kannski með að fá meira úr þessum lykilmönnum sem við fengum til okkar,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan fékk til sín Brynjar Gauta Guðjónsson til að leysa af Martin Rauschenberg, Jeppe Hansen til að fylla í skarð Rolfs Tofts og þá kom Halldór Orri Björnsson aftur heim eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku. „Præst var að koma úr erfiðum meiðslum og Jóhann Laxdal líka. Halldór Orri átti ekki sitt besta tímabil og það eru kannski margar ástæður fyrir því,“ segir Rúnar Páll, en Brynjar Gauti fékk líklega í heildina mestu gagnrýnina. „Brynjar Gauti fannst mér standa sig vel heilt yfir og var alltaf vaxandi. Ég hef trú á því að hann verði miklu betri á næsta tímabili. Hann og Daníel Laxdal spiluðu svo sem ágætlega saman í sumar þrátt fyrir að fá á sig klaufaleg mörk eins og öll önnur lið gera.“Rúnar telur að Brynjar Gauti verði betri á næsta ári.vísir/andri marinóGera eins og FH Rúnar Páll segir að Stjörnumenn hefðu átt að gera eins og FH er duglegt að gera og fá sér tvo til þrjá lykilmenn sem skipta sköpum fyrir hópinn. „Leikmannahópurinn sem slíkur var ágætur, en síðan má alltaf deila um það hvort við hefðum átt að kaupa okkur tvo til þrjá lykilmenn eins og FH-ingarnir hafa veri flinkir að gera þegar þeir vinna,“ segir Rúnar. „Þetta er eitthvað sem við lærum af; bæði þjálfarar og stjórn félagsins. Það hefði verið klókt að kaupa sterkari leikmenn. Eftir á að hyggja hefðum við átt að styrkja þetta meira, en við fylltum upp í skörðin sem vantaði.“ „Hefðum við átt að bæta meira við? Já. Það hefði ekki verið vitlaust,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að Stjörnuliðið gerði ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum síðasta vetur. Stjarnan, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni í fyrra, átti afar dapurt tímabil í ár þó því hafi verið reddað fyrir horn með góðum endaspretti. Stjörnumenn voru aldrei í titilbaráttu og nær fallinu lengi vel áður en þeir tóku á sprett í haust og enduðu í fjórða sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir voru gagnrýndir í sumar fyrir að styrkja liðið ekki nógu mikið og Rúnar Páll tók undir þá gagnrýni í viðtali í Akraborginni.Halldór Orri Björnsson átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni.vísir/andri marinóHalldór Orri ekki góður „Við vorum með mjög fínt lið, ég ætla ekki að neita því. Við reiknuðum kannski með að fá meira úr þessum lykilmönnum sem við fengum til okkar,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan fékk til sín Brynjar Gauta Guðjónsson til að leysa af Martin Rauschenberg, Jeppe Hansen til að fylla í skarð Rolfs Tofts og þá kom Halldór Orri Björnsson aftur heim eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku. „Præst var að koma úr erfiðum meiðslum og Jóhann Laxdal líka. Halldór Orri átti ekki sitt besta tímabil og það eru kannski margar ástæður fyrir því,“ segir Rúnar Páll, en Brynjar Gauti fékk líklega í heildina mestu gagnrýnina. „Brynjar Gauti fannst mér standa sig vel heilt yfir og var alltaf vaxandi. Ég hef trú á því að hann verði miklu betri á næsta tímabili. Hann og Daníel Laxdal spiluðu svo sem ágætlega saman í sumar þrátt fyrir að fá á sig klaufaleg mörk eins og öll önnur lið gera.“Rúnar telur að Brynjar Gauti verði betri á næsta ári.vísir/andri marinóGera eins og FH Rúnar Páll segir að Stjörnumenn hefðu átt að gera eins og FH er duglegt að gera og fá sér tvo til þrjá lykilmenn sem skipta sköpum fyrir hópinn. „Leikmannahópurinn sem slíkur var ágætur, en síðan má alltaf deila um það hvort við hefðum átt að kaupa okkur tvo til þrjá lykilmenn eins og FH-ingarnir hafa veri flinkir að gera þegar þeir vinna,“ segir Rúnar. „Þetta er eitthvað sem við lærum af; bæði þjálfarar og stjórn félagsins. Það hefði verið klókt að kaupa sterkari leikmenn. Eftir á að hyggja hefðum við átt að styrkja þetta meira, en við fylltum upp í skörðin sem vantaði.“ „Hefðum við átt að bæta meira við? Já. Það hefði ekki verið vitlaust,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira