Una Dóra Þorbjörnsdóttir sópran og Guðmundur Davíðsson tenór flytja nokkrar ástsælar dægurperlur millistríðsáranna í Digraneskirkju í Kópavogi í kvöld klukkan 20.
Á efnisskránni er allt frá létt-klassískum óperettuvölsum úr Kátu ekkjunni og Meyjaskemmunni til heimsþekktra dægurslagara á borð við La vie en rose, Ramona og We'll Meet Again. Öll eiga lögin það sameiginlegt að fjalla um ástina og yfirskriftin er Ég man þig.
Söngvurunum til aðstoðar eru Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari sem kynnir dagskrána og rifjar upp ýmsar sögur tengdar lögunum.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

