Þróttur Reykjavík hefur ráðinn Danann Per Rud sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Per Rud er fæddur í Danmörku 1967, en hann hefur mikla reynslu af knattspyrnu, rekstri knattspyrnufélaga, bæði stórra og smárra, þjálfun á öllum stigum, bæði hjá félagsliðum og landsliðum.
Per starfaði á árunum 2013 - 2015 sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Bröndby IF – einu stærsta félagsliði Norðurlanda og á árabilinu 2004 – 2013 stýrði hann starfinu hjá bæði HB Köge og Herfölge og fór með bæði liðin upp í dönsku úrvalsdeildina.
Per hefur einnig miklvæga reynslu á alþjóðlegum leikmannamarkaði, hann stjórnaði leit Charlton Athletic og FC Utrecht að ungum leikmönnum á Norðurlöndunum á árunum 2007 – 2009 og byggði á þeim tíma upp öflugt samstarf við þau félög.
Hann mun stýra allri unglingaþjálfun á vegum félagsins, stýra afreksþjálfun og vinna náið með þjálfurum meistaraflokka Þróttar. Hann mun einnig vinna með starfsliði Þróttar að uppbyggingu félagsins.
„Ég þekki fólkið í Þrótti og veit að við getum byggt upp sterkt félag saman. Ég tel að það búi miklir möguleikar í félaginu, unglingastarfið er sterkt og þjálfararnir áhugasamir og góðir,“ segir Rud í fréttatilkynningunni.
„Við munum leggja okkur fram um að skapa andrúmsloft sem laðar til sín unga efnilega leikmenn af báðum kynjum og sterka leikmenn til að styrkja elstu liðin. Síðast en ekki síst munum við leggja okkur fram um að skapa umhverfi í Þrótti sem getur dregið að félaginu öfluga styrktaraðila.“
Karlalið Þróttar spilar í Pepsi-deild karla á ný næsta sumar eftir sex ára fjarveru, en kvennaliðið féll úr Pepsi-deildinni í ár.
Þróttarar ráða Dana sem yfirmann knattspyrnumála
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti
