Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. október 2015 14:15 Óskar Örn er hér lengst til hægri er hann samdi við Hermann Hreiðarsson og David James um þjálfa Eyjaliðið. vísir/vilhelm ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn