Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Karl Lúðvíksson skrifar 20. október 2015 09:56 Stjórn Skotvís hefur sent frá sér tilkynningu vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku Húnaþings vestra á almenningi. Nú þegar rjúpnaveiðar eru að hefjast, nánar tiltekið næsta föstudag, vekur það furðu meðal veiðimanna að reynt sé að rukka gjald til að veiða í landi sem telst almenningur. Tilkynningin frá Skotvís er hér að neðan.Frjáls aðgangur að almenningi í Húnaþingi vestraUm leið og stjórn SKOTVÍS hvetur skotveiðimenn til að virða sannanlegan rétt landeigenda og rétt þeirra til að stýra veiðum á sínum löndum, lýsir stjórnin furðu sinni á nýbirtri yfirlýsingu sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Þar kemur fram að sveitarstjórnin hyggst enn eitt árið krefjast gjalds af þeim sem halda til veiða á afréttarlöndum í sveitarfélaginu á komandi rjúpnaveiðitímabili, en Húnaþing vestra er ekki viðurkenndur landeigandi nema hluta þess landssvæðis sem sveitarstjórnin vill selja veiðileyfi á.Óbyggðanefnd felldi úrskurð þann 19. desember 2014, í máli nr. 3/2013, Húnaþing vestra, syðri hluti. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Efranúpsheiði og Aðalbólsheiði séu vissulega eignarlönd. En það hefur jafnframt í för með sér að þjóðlenda skv. kröfum ríkisins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (sem bíður úrlausnar) hefst rétt sunnar Arnarvatns hins stóra og Réttarvatns. M.ö.o aðeins nyrsti hluti Arnarvatnsheiðar er eignarland skv. úrskurðinum. Vestan við þetta land er Húksheiði, nyrsti hluti Tvídægru sem er þjóðlenda skv. þessum úrskurði. Austan þessa lands þ.e. syðsta hluta þess tekur við landsvæði sunnan Víðdalstunguheiðar sem er þjóðlenda. Þá er stór hluti Víðidalstunguheiðar, þ.e. austurhlutinn allur þjóðlenda.Af þessari lýsingu má ráða að þegar sveitarstjórnin bannar rjúpnaveiðar án leyfis á Arnarvatnsheiði, Tvídægru og Víðidalstunguheiði er farið langt út fyrir heimildir landeigenda, og er orðalagið sem sveitarstjórnin notar í versta falli afar óljóst og villandi. Því er það lágmarkskrafa að sveitarfélagið sendi frá sér kort sem upplýsir með afdráttarlausum hætti um mörk þeirra svæða sem falla undir sannanleg eignalönd samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar, og þeirra svæða sem skilgreind hafa verið skilgreind sem þjóðlendur eða bíða úrskurðar óbyggðanefndar.Sveitarstjórnin heldur til streitu sjónarmiði sem ekki á sér fordæmi annarsstaðar á landinu, að almenningi sé óheimilt að ferðast um afrétti landsins án gjaldtöku af hálfu sveitarfélags. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif það kemur til með að hafa ef svo sérkennileg sjónarmið ná að festa sig í sessi, það mun ekki einungis hafa áhrif á þá Íslendinga sem ganga til rjúpna til að veiða í jólamatinn, heldur ófyrirséð áhrif á alla útivist almennings.SKOTVÍS hefur ítrekað mótmælt þessu framferði sveitarstjórnarinnar undanfarin ár og m.a. óskað eftir upplýsingum um landamerki og önnur gögn er varða veghald vegarins uppá Víðidalstunguheiði, en þar hefur vegum verið lokað vegna meintrar aurbleytu sem á að hafa verið til staðar á rjúpnaveiðidögum og jörð verið alfrosin.Það sem gerir aðgerð Húnaþings vestra einstaklega óskammfeilna gagnvart almenningi, er að ríkið hefur einnig gert kröfu á þetta sama landsvæði sem breytir réttarstöðu skotveiðimanna til hins betra meðan málið er tekið fyrir af óbyggðanefnd. Því lítur SKOTVÍS svo á að veiðar séu heimilar á þessu svæði, með vísan í 8. gr laga um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (nr. 64/1994) þar sem segir:Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra.Krafa íslenska ríkisins í ofangreint landssvæði er jafrétthá kröfu sveitarfélagsins og því er íslenskum þegnum (sbr. skilgreininguna hér að ofan) heimilt að veiða í þessu landi þar til óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn og hugsanlega hæstiréttur. Ólíklegt er því að dómstólar muni taka fyrir kærur út af þessarri stöðu.Þeim sem hyggja á veiðar á þessu svæði, er bent á að setja sig í samband við sveitarstjórn Húnaþings vestra og óska eftir upplýsingum um ástand vega og hugsanlegar lokanir. Ef vegir eru lokaðir, skal óska eftir afriti af samþykkt sveitarstjórnar ásamt rökstuðningi, þ.a. tryggt sé að einstökum vegum hafi verið lokað eftir löglegum leiðum.Hver svo sem úrskurður óbyggðanefndar/Hæstaréttar verður, munu skotveiðimenn sýna sóma sinn í því að gangast við þeirri niðurstöðu og virða rétt réttmætra landeigenda eins og kveðið er á um í siðareglum félagsins. SKOTVÍS vill ennfremur hvetja landeigendur og ábúendur til að stuðla að innleiðingu siðareglna meðal þeirra veiðimanna sem fá að veiða í einkalöndum.Fyrir hönd stjórnar SKOTVÍSDúi J. Landmark,Formaður SKOTVÍS Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Stjórn Skotvís hefur sent frá sér tilkynningu vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku Húnaþings vestra á almenningi. Nú þegar rjúpnaveiðar eru að hefjast, nánar tiltekið næsta föstudag, vekur það furðu meðal veiðimanna að reynt sé að rukka gjald til að veiða í landi sem telst almenningur. Tilkynningin frá Skotvís er hér að neðan.Frjáls aðgangur að almenningi í Húnaþingi vestraUm leið og stjórn SKOTVÍS hvetur skotveiðimenn til að virða sannanlegan rétt landeigenda og rétt þeirra til að stýra veiðum á sínum löndum, lýsir stjórnin furðu sinni á nýbirtri yfirlýsingu sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Þar kemur fram að sveitarstjórnin hyggst enn eitt árið krefjast gjalds af þeim sem halda til veiða á afréttarlöndum í sveitarfélaginu á komandi rjúpnaveiðitímabili, en Húnaþing vestra er ekki viðurkenndur landeigandi nema hluta þess landssvæðis sem sveitarstjórnin vill selja veiðileyfi á.Óbyggðanefnd felldi úrskurð þann 19. desember 2014, í máli nr. 3/2013, Húnaþing vestra, syðri hluti. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Efranúpsheiði og Aðalbólsheiði séu vissulega eignarlönd. En það hefur jafnframt í för með sér að þjóðlenda skv. kröfum ríkisins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (sem bíður úrlausnar) hefst rétt sunnar Arnarvatns hins stóra og Réttarvatns. M.ö.o aðeins nyrsti hluti Arnarvatnsheiðar er eignarland skv. úrskurðinum. Vestan við þetta land er Húksheiði, nyrsti hluti Tvídægru sem er þjóðlenda skv. þessum úrskurði. Austan þessa lands þ.e. syðsta hluta þess tekur við landsvæði sunnan Víðdalstunguheiðar sem er þjóðlenda. Þá er stór hluti Víðidalstunguheiðar, þ.e. austurhlutinn allur þjóðlenda.Af þessari lýsingu má ráða að þegar sveitarstjórnin bannar rjúpnaveiðar án leyfis á Arnarvatnsheiði, Tvídægru og Víðidalstunguheiði er farið langt út fyrir heimildir landeigenda, og er orðalagið sem sveitarstjórnin notar í versta falli afar óljóst og villandi. Því er það lágmarkskrafa að sveitarfélagið sendi frá sér kort sem upplýsir með afdráttarlausum hætti um mörk þeirra svæða sem falla undir sannanleg eignalönd samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar, og þeirra svæða sem skilgreind hafa verið skilgreind sem þjóðlendur eða bíða úrskurðar óbyggðanefndar.Sveitarstjórnin heldur til streitu sjónarmiði sem ekki á sér fordæmi annarsstaðar á landinu, að almenningi sé óheimilt að ferðast um afrétti landsins án gjaldtöku af hálfu sveitarfélags. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif það kemur til með að hafa ef svo sérkennileg sjónarmið ná að festa sig í sessi, það mun ekki einungis hafa áhrif á þá Íslendinga sem ganga til rjúpna til að veiða í jólamatinn, heldur ófyrirséð áhrif á alla útivist almennings.SKOTVÍS hefur ítrekað mótmælt þessu framferði sveitarstjórnarinnar undanfarin ár og m.a. óskað eftir upplýsingum um landamerki og önnur gögn er varða veghald vegarins uppá Víðidalstunguheiði, en þar hefur vegum verið lokað vegna meintrar aurbleytu sem á að hafa verið til staðar á rjúpnaveiðidögum og jörð verið alfrosin.Það sem gerir aðgerð Húnaþings vestra einstaklega óskammfeilna gagnvart almenningi, er að ríkið hefur einnig gert kröfu á þetta sama landsvæði sem breytir réttarstöðu skotveiðimanna til hins betra meðan málið er tekið fyrir af óbyggðanefnd. Því lítur SKOTVÍS svo á að veiðar séu heimilar á þessu svæði, með vísan í 8. gr laga um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (nr. 64/1994) þar sem segir:Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra.Krafa íslenska ríkisins í ofangreint landssvæði er jafrétthá kröfu sveitarfélagsins og því er íslenskum þegnum (sbr. skilgreininguna hér að ofan) heimilt að veiða í þessu landi þar til óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn og hugsanlega hæstiréttur. Ólíklegt er því að dómstólar muni taka fyrir kærur út af þessarri stöðu.Þeim sem hyggja á veiðar á þessu svæði, er bent á að setja sig í samband við sveitarstjórn Húnaþings vestra og óska eftir upplýsingum um ástand vega og hugsanlegar lokanir. Ef vegir eru lokaðir, skal óska eftir afriti af samþykkt sveitarstjórnar ásamt rökstuðningi, þ.a. tryggt sé að einstökum vegum hafi verið lokað eftir löglegum leiðum.Hver svo sem úrskurður óbyggðanefndar/Hæstaréttar verður, munu skotveiðimenn sýna sóma sinn í því að gangast við þeirri niðurstöðu og virða rétt réttmætra landeigenda eins og kveðið er á um í siðareglum félagsins. SKOTVÍS vill ennfremur hvetja landeigendur og ábúendur til að stuðla að innleiðingu siðareglna meðal þeirra veiðimanna sem fá að veiða í einkalöndum.Fyrir hönd stjórnar SKOTVÍSDúi J. Landmark,Formaður SKOTVÍS
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði