Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2015 09:50 Magnús Þór Reynisson og Gunnar Kristleifsson með góðan feng í gær. Mynd: KL Þriðja helgin þar sem rjúpnaveiði fer fram stendur nú yfir og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel í gær. Það var nokkuð auðséð á færslum veiðimanna á Facebook að veiðin var mjög góð í gær og það er alveg sama hvar skyttur gengu til fjalla, það tala allir um að mikið hafi verið af rjúpu. Algengar veiðitölur eru 5-10 fuglar á byssuna og þegar þrír menn ganga saman getur það talið hátt í 30 rjúpur yfir daginn sem er ekkert annað en frábær dagur. Það vekur líka eftirtekt þegar stöður þessara veiðimanna á samfélagsmiðlum eru skoðaðar að svo til án undantekninga þegar veiðimenn tala um að hafa náð því sem þeir þurfa fygir því líka athugasemd um að nú verði byssan sett á hilluna þar til á næsta tímabili. Það er sem sagt verið að veiða einungis það sem þarf. Fréttir af góðri veiði berast hvaðanæva að og engin einn landshluti virðist vera betri en annar. Undirritaður getur tekið undir þessar fréttir því gengið var á fjöll í gær ásamt tveimur góðum félögum. Gengnir voru 16 kílómetrar og var afraksturinn 11 fuglar sem veiddust svo til allir á síðasta klukkutímanum þegar leiðin lá niður að bíl. Þá var gegnið í gegnum brekku sem iðaði af fugli og þarna hefði verið lítið mál að ná í meira en stutt var í rökkur svo það var ákveðið að hætta. Einn túr í viðbót, nokkrar rjúpur og þá er jólamaturinn kominn hjá okkur félögunum. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Þriðja helgin þar sem rjúpnaveiði fer fram stendur nú yfir og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel í gær. Það var nokkuð auðséð á færslum veiðimanna á Facebook að veiðin var mjög góð í gær og það er alveg sama hvar skyttur gengu til fjalla, það tala allir um að mikið hafi verið af rjúpu. Algengar veiðitölur eru 5-10 fuglar á byssuna og þegar þrír menn ganga saman getur það talið hátt í 30 rjúpur yfir daginn sem er ekkert annað en frábær dagur. Það vekur líka eftirtekt þegar stöður þessara veiðimanna á samfélagsmiðlum eru skoðaðar að svo til án undantekninga þegar veiðimenn tala um að hafa náð því sem þeir þurfa fygir því líka athugasemd um að nú verði byssan sett á hilluna þar til á næsta tímabili. Það er sem sagt verið að veiða einungis það sem þarf. Fréttir af góðri veiði berast hvaðanæva að og engin einn landshluti virðist vera betri en annar. Undirritaður getur tekið undir þessar fréttir því gengið var á fjöll í gær ásamt tveimur góðum félögum. Gengnir voru 16 kílómetrar og var afraksturinn 11 fuglar sem veiddust svo til allir á síðasta klukkutímanum þegar leiðin lá niður að bíl. Þá var gegnið í gegnum brekku sem iðaði af fugli og þarna hefði verið lítið mál að ná í meira en stutt var í rökkur svo það var ákveðið að hætta. Einn túr í viðbót, nokkrar rjúpur og þá er jólamaturinn kominn hjá okkur félögunum.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði