Birgir Leifur Hafþórsson hóf í dag leik á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir Leifur lék á velli í Alicante.
Alls er keppt á fjórum völlum samtímis á þessu stigi úrtökumótsins. Ekki liggur fyrir hversu margir komast áfram af hverju velli en gert er ráð fyrir að það verði um fimmtán.
Okkar maður er heldur betur í möguleika á að fara áfram eftir virkilega góðan fyrsta hring.
Birgir Leifur lék á 66 höggum í dag eða á fimm höggum undir pari. Birgir Leifur fékk skolla á fyrstu holu en nældi sér svo í örn á þriðji. Hann fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum. Flottur hringur.
Birgir er jafn öðrum í öðru sæti sem stendur en nokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára. Forystusauðurinn er á sjö höggum undir pari.
