Hneyksli hefur lítil áhrif á sölu Ingvar Haraldsson skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Uppgefinn miðlari í Kauphöllinni í Frankfurt í gær. Hlutabréf í Volkswagen féllu um 10 prósent á miðvikudaginn. nordicphotos/afp Útblásturshneyksli þýska bílaframleiðandans Volkswagen virðist ekki hafa teljandi áhrif á sölu bílanna hér á landi. Málið kom upp í síðari hluta september en markaðshlutdeild Volkswagen í október jókst milli ára. „Í október í fyrra þá vorum við með markaðshlutdeild sem var rétt um 7 prósent en hún er yfir 10 prósent í október í ár svo hún hefur aukist verulega,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, umboðs Volkswagen á Íslandi. 83 nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október á þessu ári miðað við 37 í október fyrir ári. Þó er vert að benda á að heildarbílasala í október jókst um 44,6 prósent milli ára. Í Bandaríkjunum jókst sala á Volkswagen-bifreiðum 0,2 prósent milli mánaða. Volkswagen hefur boðið bíla á talsverðum afslætti vestanhafs eftir að hneykslið kom upp.Friðbert Friðbertsson, forstjóri HekluVolkswagen viðurkenndi á þriðjudaginn að uppgefnar útblásturstölur væru rangar fyrir 800 þúsund bifreiðar til viðbótar við þær 11 milljónir bíla sem bílaframleiðandinn hafði þegar viðurkennt að hneykslið næði til. Hlutabréfaverð í Volkswagen lækkaði á miðvikudag um 10 prósent og hefur því lækkað um helming frá því um miðjan september. Þá hafa færri sett sig í samband við Heklu eftir að hneykslið komst upp en búast mætti við. „Það hefur verið furðulítið,“ segir Friðbert. „En við tökum á móti öllu fólki sem hefur áhyggjur af þessu og reynum að leiðbeina því,“ bætir hann við. Þá bendir forstjórinn á að Volkswagen hafi gefið út að bílaframleiðandinn muni taka ábyrgð á öllum málunum sem snúa að hneykslinu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Útblásturshneyksli þýska bílaframleiðandans Volkswagen virðist ekki hafa teljandi áhrif á sölu bílanna hér á landi. Málið kom upp í síðari hluta september en markaðshlutdeild Volkswagen í október jókst milli ára. „Í október í fyrra þá vorum við með markaðshlutdeild sem var rétt um 7 prósent en hún er yfir 10 prósent í október í ár svo hún hefur aukist verulega,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, umboðs Volkswagen á Íslandi. 83 nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október á þessu ári miðað við 37 í október fyrir ári. Þó er vert að benda á að heildarbílasala í október jókst um 44,6 prósent milli ára. Í Bandaríkjunum jókst sala á Volkswagen-bifreiðum 0,2 prósent milli mánaða. Volkswagen hefur boðið bíla á talsverðum afslætti vestanhafs eftir að hneykslið kom upp.Friðbert Friðbertsson, forstjóri HekluVolkswagen viðurkenndi á þriðjudaginn að uppgefnar útblásturstölur væru rangar fyrir 800 þúsund bifreiðar til viðbótar við þær 11 milljónir bíla sem bílaframleiðandinn hafði þegar viðurkennt að hneykslið næði til. Hlutabréfaverð í Volkswagen lækkaði á miðvikudag um 10 prósent og hefur því lækkað um helming frá því um miðjan september. Þá hafa færri sett sig í samband við Heklu eftir að hneykslið komst upp en búast mætti við. „Það hefur verið furðulítið,“ segir Friðbert. „En við tökum á móti öllu fólki sem hefur áhyggjur af þessu og reynum að leiðbeina því,“ bætir hann við. Þá bendir forstjórinn á að Volkswagen hafi gefið út að bílaframleiðandinn muni taka ábyrgð á öllum málunum sem snúa að hneykslinu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira