Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:13 Pablo Punyed Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn