Undirbúningur Norður-Írans Rory McIlroy fyrir sterkt mót í Sjanghæ um helgina hefur ekki verið ákjósanlegt þar sem hann hefur verið að glíma við matareitrun síðustu daga.
„Mér líður satt best að segja ekki nógu vel,“ sagði McIlroy við fjölmiðla ytra. „Ég fékk mér eitthvað að borða í fyrrinótt og mér leið alls ekki vel í gær.“
„Ég hélt að ég yrði betri í dag en ég var of slappur til að geta tekið nokkur æfingahögg. Ég þarf vonandi bara að hvíla í einn dag í viðbót og þá get ég spilað.“
Mótið hefst á morgun en McIlroy þurfti að sleppa svokölluðu Pro-Am móti sem haldið var í dag. Hann varð sjötti á Turkish Airlines-mótinu sem haldið varð um helgina.
WGC-HSBC mótið sem hefst í Sjanghæ á morgun er hluti af kapphlaupinu til Dúbæ á Evrópumótaröðinni en það nær hámarki nú síðar í mánuðinum. McIlroy er sem stendur fremstur í kapphlaupinu svokallaða en hann fagnaði sigri í því árið 2012.
Sýnt verður frá móti helgarinnar á Golfstöðinni en útsending hefst í nótt klukkan 03.00.
McIlroy fékk matareitrun
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti