Ledfoot spilar á tónleikum í kvöld: Skapaði sína eigin tegund tónlistar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2015 11:00 Hér má sjá Ledfoot. Hann heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Mynd/Janette Beckman Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is. Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is.
Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30
Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp