Sögð vera bæði hlýleg og stórbrotin kona Magnús Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Ragnhildur Thorlacius segir Hildí hafa verið heimsborgara alla tíð. Visir/GVA Brynhildur Georgía Björnsson átti vægast sagt stormasama og litskrúðuga ævi. Hún var barnabarn Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, fæddist í felum árið 1930 í Suður-Svíþjóð, bjó í Þýskalandi og Danmörku á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, giftist fimm sinnum og þannig mætti áfram lengi telja. Ragnhildur Thorlacius hefur nú skrásett þessa skrautlegu ævi sem meðal annars varð Hallgrími Helgasyni innblástur að bókinni Konan við 1000° sem rataði síðar einnig á fjalir Þjóðleikhússins. Ragnhildur segir að bók Hallgríms hafi ekki verið hennar leið að verkefninu. „Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti hafði samband við mig og eftir að ég var búin að skoða þetta aðeins ákvað ég að slá til. Ég þekkti þessa sögu ekkert meira en það sem ég hafði lesið um í blöðunum en hafði reyndar séð leikgerð Konunnar við 1000°. Fjölskyldan var óneitanlega ekkert sérstaklega kát með bók Hallgríms en ég ákvað að reyna að halda þeirri bók utan við þetta. Ég vildi ekki vera með sögupersónuna og atburðarásina úr bókinni hans í höfðinu á meðan ég væri að skrifa svo ég ákvað að geyma mér það að lesa þá bók. En uppleggið var líka að skrifa sögu Hildíar eins og hún var kölluð, ekki láta þetta hverfast um það sem áður hafði verið gert, og ég ákvað að halda mér mjög stíft við það. Sú saga er líka mjög athyglisverð en hún er ekki alltaf falleg.Rótlaust uppeldi Hildí var greinilega mjög sérstök týpa og það töluðu allir um að hún hefði verið alveg rosalega klár og skemmtileg en greinilega líka brotin að mörgu leyti. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að taka ákvarðanir varðandi líf og framtíð sinna nánustu í miðri styrjöld. Það markar mjög ævi hennar að hún verður innlyksa í Danmörku og Þýskalandi í stríðinu og er ekki hjá foreldrum sínum. Þannig að hún fær ekki þetta hefðbundna stöðuga uppeldi sem vonandi flest okkar fá og manni finnst að unglingar eigi að njóta. Maður skilur mjög vel að manneskja sem er meira og minna ein, á flakki og hjá vandalausum og í heimavist, sem barn og unglingur er ekki að fá eðlilegt uppeldi. Við sem lifum á þessum mestu friðartímum sem Evrópubúar hafa upplifað höfum ekki forsendur til þess að skilja þetta til fulls og ég hafði það í huga.“Vildi alltaf gefa af sér Ragnhildur leggur engu að síður áherslu á að saga Brynhildar Georgíu eigi mikið erindi við samtímann. „Þegar ég var að skrifa söguna þá var verið að minnast stríðsloka og það er saga sem við megum aldrei gleyma. En í sögunni kemur einnig fram að Hildí var mikið í því að aðstoða flóttamenn í lok og eftirleik styrjaldarinnar. Eftir að hún kemur heim sem unglingur er hún mikið að hugsa um vini sína og kunningja í Þýskalandi, fólk sem var að upplifa miklar hörmungar. Þessi mikli flóttamannastraumur í heiminum í dag er klárlega sambærilegur við það og allt það sem Hildí hafði að gefa. Hún virðist hafa verið með hjarta úr gulli og hugsaði mikið um að hjálpa öðrum. Þetta var óneitanlega ákveðin togstreita hjá henni og fjölskyldunni en hún tengdi sterkt við þýskan almenning. Hún upplifði og sá hvernig þetta fólk hafði það og vildi hjálpa og það er mjög fallegt. En eins og dóttir hennar bendir á seinna meir þá átti hún í raun fullt í fangi með að hugsa um sjálfa sig í öllu daglegu amstri en vildi engu að síður alltaf gefa af sér.“Alltaf heimsborgari Lífshlaup Brynhildar Georgíu var um margt mikil hörmungasaga og líkast til náði hún ákveðnum botni á níunda áratugnum þegar hún bjó í Þýskalandi ásamt fimmta og síðasta eiginmanni sínum. Mikil drykkja beggja og ofbeldi eiginmannsins lituðu lífið en eins og Ragnhildur segir er í raun með ólíkindum hvað Hildí náði að koma til baka eftir þann tíma. „Þegar hún flutti heim í upphafi tíunda áratugarins var hún orðin sjúklingur og sest að í skúr í Smáíbúðahverfinu. Þar býr hún til dauðadags og það tímabil er það sem hún nær lengst að búa á sama stað í sínu lífi. Hún endurnýjaði kynnin við fjölskylduna og þrátt fyrir allt sem á undan var gengið þá voru allir í sátt við hana þegar hún féll frá. Það merkilega er að þrátt fyrir að dvelja í skúrnum í sautján ár þá var hún alltaf heimsborgari. Hún virðist hafa átt ákaflega gott með að fá fólk með sér í lið. Lét setja gervihnattadisk á skúrinn til þess að fylgjast með heimsfréttum, fékk frænda sinn til þess að setja upp fyrir sig heimasíðu, kenndi tungumál úr skúrnum og lærði rússnesku þess á milli. Allir sem ég talaði við töluðu hlýlega um hana og bættu svo við hvað hún hefði verið stórbrotin. Það var greinilega gaman að þekkja Hildí.“ Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Brynhildur Georgía Björnsson átti vægast sagt stormasama og litskrúðuga ævi. Hún var barnabarn Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, fæddist í felum árið 1930 í Suður-Svíþjóð, bjó í Þýskalandi og Danmörku á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, giftist fimm sinnum og þannig mætti áfram lengi telja. Ragnhildur Thorlacius hefur nú skrásett þessa skrautlegu ævi sem meðal annars varð Hallgrími Helgasyni innblástur að bókinni Konan við 1000° sem rataði síðar einnig á fjalir Þjóðleikhússins. Ragnhildur segir að bók Hallgríms hafi ekki verið hennar leið að verkefninu. „Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti hafði samband við mig og eftir að ég var búin að skoða þetta aðeins ákvað ég að slá til. Ég þekkti þessa sögu ekkert meira en það sem ég hafði lesið um í blöðunum en hafði reyndar séð leikgerð Konunnar við 1000°. Fjölskyldan var óneitanlega ekkert sérstaklega kát með bók Hallgríms en ég ákvað að reyna að halda þeirri bók utan við þetta. Ég vildi ekki vera með sögupersónuna og atburðarásina úr bókinni hans í höfðinu á meðan ég væri að skrifa svo ég ákvað að geyma mér það að lesa þá bók. En uppleggið var líka að skrifa sögu Hildíar eins og hún var kölluð, ekki láta þetta hverfast um það sem áður hafði verið gert, og ég ákvað að halda mér mjög stíft við það. Sú saga er líka mjög athyglisverð en hún er ekki alltaf falleg.Rótlaust uppeldi Hildí var greinilega mjög sérstök týpa og það töluðu allir um að hún hefði verið alveg rosalega klár og skemmtileg en greinilega líka brotin að mörgu leyti. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að taka ákvarðanir varðandi líf og framtíð sinna nánustu í miðri styrjöld. Það markar mjög ævi hennar að hún verður innlyksa í Danmörku og Þýskalandi í stríðinu og er ekki hjá foreldrum sínum. Þannig að hún fær ekki þetta hefðbundna stöðuga uppeldi sem vonandi flest okkar fá og manni finnst að unglingar eigi að njóta. Maður skilur mjög vel að manneskja sem er meira og minna ein, á flakki og hjá vandalausum og í heimavist, sem barn og unglingur er ekki að fá eðlilegt uppeldi. Við sem lifum á þessum mestu friðartímum sem Evrópubúar hafa upplifað höfum ekki forsendur til þess að skilja þetta til fulls og ég hafði það í huga.“Vildi alltaf gefa af sér Ragnhildur leggur engu að síður áherslu á að saga Brynhildar Georgíu eigi mikið erindi við samtímann. „Þegar ég var að skrifa söguna þá var verið að minnast stríðsloka og það er saga sem við megum aldrei gleyma. En í sögunni kemur einnig fram að Hildí var mikið í því að aðstoða flóttamenn í lok og eftirleik styrjaldarinnar. Eftir að hún kemur heim sem unglingur er hún mikið að hugsa um vini sína og kunningja í Þýskalandi, fólk sem var að upplifa miklar hörmungar. Þessi mikli flóttamannastraumur í heiminum í dag er klárlega sambærilegur við það og allt það sem Hildí hafði að gefa. Hún virðist hafa verið með hjarta úr gulli og hugsaði mikið um að hjálpa öðrum. Þetta var óneitanlega ákveðin togstreita hjá henni og fjölskyldunni en hún tengdi sterkt við þýskan almenning. Hún upplifði og sá hvernig þetta fólk hafði það og vildi hjálpa og það er mjög fallegt. En eins og dóttir hennar bendir á seinna meir þá átti hún í raun fullt í fangi með að hugsa um sjálfa sig í öllu daglegu amstri en vildi engu að síður alltaf gefa af sér.“Alltaf heimsborgari Lífshlaup Brynhildar Georgíu var um margt mikil hörmungasaga og líkast til náði hún ákveðnum botni á níunda áratugnum þegar hún bjó í Þýskalandi ásamt fimmta og síðasta eiginmanni sínum. Mikil drykkja beggja og ofbeldi eiginmannsins lituðu lífið en eins og Ragnhildur segir er í raun með ólíkindum hvað Hildí náði að koma til baka eftir þann tíma. „Þegar hún flutti heim í upphafi tíunda áratugarins var hún orðin sjúklingur og sest að í skúr í Smáíbúðahverfinu. Þar býr hún til dauðadags og það tímabil er það sem hún nær lengst að búa á sama stað í sínu lífi. Hún endurnýjaði kynnin við fjölskylduna og þrátt fyrir allt sem á undan var gengið þá voru allir í sátt við hana þegar hún féll frá. Það merkilega er að þrátt fyrir að dvelja í skúrnum í sautján ár þá var hún alltaf heimsborgari. Hún virðist hafa átt ákaflega gott með að fá fólk með sér í lið. Lét setja gervihnattadisk á skúrinn til þess að fylgjast með heimsfréttum, fékk frænda sinn til þess að setja upp fyrir sig heimasíðu, kenndi tungumál úr skúrnum og lærði rússnesku þess á milli. Allir sem ég talaði við töluðu hlýlega um hana og bættu svo við hvað hún hefði verið stórbrotin. Það var greinilega gaman að þekkja Hildí.“
Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira