ÍBV tapaði fyrri leiknum gegn Knjaz Milos, 30-28, í EHF-bikarnum í handbolta, en staðan var 17-15, heimastúlkum í vil, í hálfleik. Leikið var í Serbíu, en báðir leikirnar fara fram ytra.
Mikið fjör var í upphafi leiksins og staðan var 11-11 eftir sautján mínútna leik og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-15, Knjaz Milos í vil.
Í síðari hálfleik reyndust heimastúlkur sterkari og þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu þær 25-19. ÍBV náði að saxa á forskotið og lokatölur urðu 30-28.
Síðari leikur liðanna fer fram á morgun. Greta Kavaliauskaite var markahæst með sjö mörk fyrir ÍBV, en næstur komu þær Vera Lopes með sex og Ester Óskarsdóttir með fimm.
