Baldur: KR sýndi lítinn sem engan áhuga | Kemur heim sem betri leikmaður Anton Ingi Leifsson skrifar 14. nóvember 2015 13:31 Baldur spilar á gervigrasinu á næstu leiktíð í bláa búningnum. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti